skip to Main Content

FREKAR ÚT AF PÓLITÍK EN LESBISMA

Ég varð ekki fyrir aðkasti, hvorki frá fjölskyldu minni eða einstaklingum hér í Eyjum út af því að ég væri lesbísk. Frekar út af pólitík en lesbisma eða sko hinni pólitíkinni, að ég væri vinstrimaður eða kommúnisti, heldur en nokkurn tímann að ég væri lesbísk. Ég held að það hafi verið harðari andstaða gegn því heldur en nokkun tímann hinu. Og ég meina einn og einn aðili eins þegar hann drakk brennivín þá kannski var hann vís til að segja eitthvað við mig en ég meina það gerist alls staðar og það var ekki þannig að ég þyrfti að berjast fyrir því eða slást. Það var sest niður og rætt, spurt af hverju og út af hverju og allt svona og ég reyndi að svara því og, ef það er hægt að svara því, en meira var það ekki. Þó að þetta sé hart umhverfi Vestmannaeyjar og virkar það að þá held ég oft að það sé betra að gera svona hluti hér heldur en annarsstaðar á landinu.

 

Stella Hauksdóttir 1998

Back To Top