skip to Main Content

ÞARNA MÁTTI DANSA VIÐ STELPU

Ég man alltaf þegar fyrsta vinkona mín úr þessum hópi sagði: Ég ætla bara að fara að viðurkenna að ég sé lesbía. Það var líka mikil opinberun fyrir mig að einhver ætlaði bara að fara úr þessum feluleik og þessum þykjustuleik og bara segja þetta og orða þetta. Og skömmu seinna þá dreif ég mig á fyrsta ballið með Samtökunum ‘78 og það fannst mér líka, ég er yfirleitt ekki mikið fyrir svona þykjustuleik og finnst betra ef ég er orðin örugg sjálf og þá vil ég bara gangast við því og þessvegna gerði ég það eftir að ég fór á fyrsta ballið hjá samtökunum sem var þá uppi á Snorrabraut þar sem Austurbæjarbíó er þarna á efri hæðinni. Og það var ægilega gaman að sjá. Það var virkilega merkileg stund. Að þarna máttirðu bara vera að dansa við stelpu og strákarnir að dansa við stráka og þetta var afslappað og góð stemmning og virkilega gaman að vera búin að finna þennan félagsskap.

Úr viðtali við Elísabetu Þorgeirsdóttur

 

Back To Top