skip to Main Content

VERRA EN AÐ DEYJA

Hommi kemur heim frá útlöndum, hann er veikur, hann hefur aldrei sagt fjölskyldu sinni einu sinni að hann væri hommi. Og síðan veikist hann af þessum sjúkdómi, hann er lagður inn á spítala, hann fer inn á A7 sem að var legudeild smitsjúkdóma og þar var fólk sett í einangrun. Á þessum allra fyrstu árum  og fólk þurfti að vera með hanska og grímur og ef þú varst að fara í heimsókn að hitta viðkomandi og óttinn var þannig og það var ekki bara þessi óttablandni sjúkdómur heldur það var oft líka þetta með að vera hommi sko. Það var oft nærri því verra en að deyja sko og hommar á þessum árum, í hugum margra, voru bara ófreskjur og ógeðslegir og í raun og veru bara réttdræpir og þetta var gríðarleg skömm. Þetta var skömm. Ég get ekki notað annað orð yfir það. Í dag tölum við um stigma þegar fólk fær svona mjög ljótan, erfiðan stmpil, svona verðmiða um hver þú ert og hversu mikils virði þú ert og svona í lífinu að þá voru þessir verðmiðar eða þessi stigmatisering hún varð til þess að margir gátu ekki hugsað sér að hitta þessa menn og þó þeir væru kannski sonur eða bróðir eða eitthvað.

 

Einar Þór Jónsson 2018

Back To Top