skip to Main Content

ÍSLENSK-LESBÍSKA

Við stofnuðum Íslensk-lesbíska, skammstafað ÍL, á einhverjum tímapunkti þegar við vorum nokkrar róttækar stelpur sem fannst hommarnir ráða fullmiklu í Samtökunum. Við vorum fámennari, við vorum minna áberandi. Alþjóðasamtökin ILGA voru nýbúin að beina þeim tilmælum til aðildarfélaganna sinna að telja alltaf lesbíur upp á undan hommunum í nafni og…

lesa meira

ALNÆMIÐ FLÝTTI FYRIR

Það var nefnilega ekki hamingja okkar sem hreyfði mest við löggjafanum. Það var óhamingjan og dauðinn, sjúkdómurinn alnæmi. Það hafði langmest áhrif á það að samviska þjóðanna, þar á meðal Íslands, vaknaði. Sá raunveruleiki að við vorum veik, menn voru deyjandi, fjölskyldur voru enn á dánarbeði einhvers hommans að halda…

lesa meira

SNÝST EKKI UM KYNLÍF

[...] á einhvern hátt tókst okkur að fara frá því að fólk liti á réttindi samkynhneigðra sem eitthvert einkamál í svefnherberginu yfir í að skilja að mannréttindi væru brotin á okkur, þessi leið var mjög merkileg. Fyrsta ráðstefna sem ég fór á sem formaður Samtakanna ['78], það var mannréttindaráðstefna í…

lesa meira

ALNÆMI HEFUR FYLGT MINNI SÖGU SEM HOMMI

Það er svo merkilegt að alnæmi hefur í rauninni fylgt minni sögu sem hommi. Eg man að árið sem ég kom úr felum í Kaupmannahöfn bárust fyrstu fréttir um svokallað „hommakrabbamein“ í Los Angeles og San Francisco,  síðar í New York og við töldum víst að þetta væru enn einar…

lesa meira

ERFIÐAST AÐ VITA AF FÓLKI Í FELUM

Samtökin ‘78 voru á þessum árum [fyrri hluta 9. áratugarins] lítið félag. Við töldum þrjátíu manns. Þau voru lítið annað en póstkassi, menn hittust á heimili formanns, héldu fundi þar og þar var oft mjög gaman að vera en öll hópmyndun var mjög veik og lítt sýnileg. Svo hittist þessi…

lesa meira

TÓK ALMENNILEGA AF SKARIÐ

Ég vissi það að ef ég kæmi úr felum gagnvart litlum hópi manna á Íslandi þá myndi það fljótt spyrjast út. Þjóð veit þá þrír vita svo ég ákvað bara að taka almennilega af skarið og gera þetta opinberlega. Það gerði ég í gegnum Samtökin '78, ég blandaði mér í…

lesa meira

FYRIRRENNARI MSC

Trixie [Guðmundur Snæbjörnsson] var mikill forgöngumaður um það að koma því dóti [Iceland hospitality] á laggirnar; það væri bara til skammar að þetta skuli ekki vera til. Og svo gerðum við þetta, fórum bara að hlusta á: Hvað eigiði við? Hvað er þetta? Og ég var að átta mig á,…

lesa meira

STOFNUN ICELAND HOSPITALITY

Þetta var gert algerlega eftir því sem núna heitir flatur strúktúr. Sem sagt eftir þessu systemi að það er ekkert verið að setja ofan á hausana á fólki eitthvað félag og segja nú gerum við þetta svona og svona og svona — heldur bara hér erum við og hvað viljum…

lesa meira

FYRSTU FUNDIRNIR

Þegar ég tala um þetta þá er eins og ég sjái gay-liðið bara að skemmta sér. Eins og einhverju eilífu fylleríi. En tilfellið er náttúrulega að ef maður ætlar að vita hvað þetta gay-fólk er þá sést það náttúrulega ekki nema í sínum frítíma. Og það er helst á kvöldin…

lesa meira

ÚR FELUM

Það er eitt sem mér dettur í hug en það er um þessa staðalímynd af lesbíu. Þegar þú spyrð um þetta -  þegar ég ákvað að koma úr felum … ég bara gat ekki meir. Leikritið var búið að ganga of lengi og það var bara tímabært að ganga fram…

lesa meira
Back To Top