skip to Main Content

SNÝST EKKI UM KYNLÍF

[…] á einhvern hátt tókst okkur að fara frá því að fólk liti á réttindi samkynhneigðra sem eitthvert einkamál í svefnherberginu yfir í að skilja að mannréttindi væru brotin á okkur, þessi leið var mjög merkileg.

Fyrsta ráðstefna sem ég fór á sem formaður Samtakanna [’78], það var mannréttindaráðstefna í Viðey og ég tróð mér inn á hana því að Samtökunum var að vitaskuld ekki boðið. Og þar, með fulltrúum pólitískra hreyfinga, mannréttindahreyfinga og fleira var sagt við mig: „Hvað ert þú að gera hérna? Þetta snýst ekki um kynlíf?“

Yfir í að þjóðin skildi að lesbíur og hommar ættu að eiga sama rétt á ekki aðeins virðingu heldur sambúðarformi, barneignum, tryggja sig með sínum lífsförunauti eða hvað það var. Að öll þessi, öll þessi fæðingar, allur þessi fæðingarréttur sem við fæðumst með og svo stígum við skrefið úr felum, finnum okkar sannleika sem gerir okkur frjáls og þá vorum við svipt allskonar fæðingarréttindum. Sem er svo í eðli sínu svo innilega rangt. Og ég held að, og ég held að Íslendingar hafi verið flestum fljótari að skilja að málið er ekkert mjög flókið.

Back To Top