skip to Main Content

BRENNIMERKTIR OG KASTAÐ BURT

Svona í miðri gleði þá fer að skjóta upp þessi orðrómur að menn eru farnir að veikjast af einhverjum hérna ótilgreindum sjúkdómi sem að enginn veit hvernig hérna hefur orðið til og hvernig hann útbreiðist í raun og veru. Þannig að það er komið allt annað landslag í myndina. Nú…

lesa meira

RÖK GEGN ALMENNRI SKYNSEMI

Í allri umræðunni, var ekkert stórkostlegra en að fá einhvern sem að kom með rök sem gengu gegn allri almennri skynsemi. Eða að fá fólk veifandi Biblíunni til þess að tilkynna að sumir væru ekki guði þóknanlegir, að sumum bæri ekki sami réttur og öðrum eingöngu vegna þess að þú…

lesa meira

TILFINNINGATÆP EN EKKI TVÍTÓLA

Ég var í Gagnfræðaskóla Akureyrar, merkileg stofnun ef þú þekkir hana ekki, á þeim tíma og það var ein stúlka í þessum skóla sem var verulega frábrugðin öðrum. Hún gekk niður frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri og snjóboltarnir dundu frá nokkur hundruð nemendum sem öskruðu á eftir henni tvítóla. Það gekk…

lesa meira

FREKAR ÚT AF PÓLITÍK EN LESBISMA

Ég varð ekki fyrir aðkasti, hvorki frá fjölskyldu minni eða einstaklingum hér í Eyjum út af því að ég væri lesbísk. Frekar út af pólitík en lesbisma eða sko hinni pólitíkinni, að ég væri vinstrimaður eða kommúnisti, heldur en nokkurn tímann að ég væri lesbísk. Ég held að það hafi…

lesa meira

HEILDSALI Á LÍNUNNI

Ég held að uppáhalds sagan mín sé sagan um manninn sem hringdi í hana Jónínu Leósdóttur sem að þá var ritstjóri Pressunnar en hún hafði látið einn af sínum blaðamönnum gera viðtal við mig. Opnuviðtal. Og eitthvað af því var persónulegt bara um mig og hver ég var og svo…

lesa meira

ÖLL BRENNUVARGAR

Það voru ýmis ævintýri sem maður lenti í sem eru eiginlega skondin núna. Þetta er svo grátbroslegt. Það kom sérfræðingur í brunamálum til Íslands og hélt fyrirlestur á Brunamálastofnun. Fyrirlesarinn segir m.a. að pýrómanar, brennuvargar, séu oft kynferðislegir pervertar. Og það var greinilega samasemmerki, brennuvargar = sexuel pervertar = hommar…

lesa meira

TUTTUGU MANNS GREINDUST 2016

Það voru að greinast tuttugu manns í fyrra [2016] HIV jákvæðir. Sem er svona næstum því jafn stór tala og í upphafi alnæmisfaraldursins. Og ég er að spá í svona hversu sýnilega eða já hvað er verið að gera í raun og veru í dag? Það er ekki búið að…

lesa meira

ENNÞÁ STÖDD Í GLÆPNUM

Ég gerði mér grein fyrir því þegar Guðrún Ögmundsdóttir boðaði breytingatillögu sína [um að bæta við kirkjubrúðkaupum] við hið stóra frumvarp ríkisstjórnarinnar [2005] að það myndi kosta átök. Þau urðu reyndar meiri og grimmari en ég bjóst við en þau skiptu mjög miklu máli tilfinningalega þessi átök því að þau…

lesa meira

TABÚ Í RAUÐSOKKAHREYFINGUNNI

Það er mjög sérstakt hér á landi. Rauðsokkahreyfingin er stofnuð 1971 og er öflugasta kvennahreyfingin hér á landi alveg þangað til Kvennalistinn er stofnaður. Þetta [að vera lesbía] var algert tabú í þeirri hreyfingu, öfugt við það sem gerðist í sambærilegum hreyfingum, bæði austan hafs eða í Evrópu og Bandaríkjunum.…

lesa meira

EINS OG HEILDSÖLUFYRIRTÆKI

Árið 1986 stofnuðum við Íslensk-lesbíska sem var auðvitað mikilvægt skref. Þannig var að við tókum okkur saman nokkrar lesbíur og ákváðum að stofna okkar eigið félag og sækja um aðstöðu í kvennahúsinu Hótel Vík sem að var þá aðsetur fyrir Kvennaframboð, Kvennalistann og kvennasamtök og okkur fannst það bara mikilvægt…

lesa meira
Back To Top