skip to Main Content

ALNÆMI HEFUR FYLGT MINNI SÖGU SEM HOMMI

Það er svo merkilegt að alnæmi hefur í rauninni fylgt minni sögu sem hommi. Eg man að árið sem ég kom úr felum í Kaupmannahöfn bárust fyrstu fréttir um svokallað „hommakrabbamein“ í Los Angeles og San Francisco,  síðar í New York og við töldum víst að þetta væru enn einar…

lesa meira

ÞOLDI EKKI UMRÆÐUNA

Mér finnst hin pólitíska umræða líka mjög þröng. Hún snerist mjög mikið um áþreifanleg réttindi en miklu minna um þörf okkar til að mynda tengsl hvort við annað og hommar og lesbíur áttu í rauninni ósköp lítil samskipti nema eftir að sól var sest og þá gjarnan yfir glasi. Þetta…

lesa meira

ÞAÐ VAR EKKI HLUSTAÐ Á OKKUR

En það sem hafðist upp úr þessu var það að Böðvar var gerður að ráðgjafa hjá Samtökunum ['78] og var settur á laun. Þá vorum við búin að fá húsið niðri á Lindargötu og hann hafði þar símatíma og átti sem sagt að vinna að þessu í samráði við Landsnefnd…

lesa meira

SKÆRULIÐAR UPPI Í ESJU

Það vantaði ekki, það var sama við hvern maður talaði, því var alltaf tekið ægilega vel. Þangað til að farið var að ræða þessi mál og hvernig ætti að koma þessum forvarnaráróðri til skila. Það var það eina sem hægt var að gera, það var engin lækning, skilurðu, þá kom…

lesa meira

ÞAÐ VISSI ENGINN NEITT UM ALNÆMI

Það sem var með þetta alnæmisdót var að þetta kom yfir mann eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fyrst vissi enginn neitt. Þegar þetta var að byrja og þegar við lentum fyrst í því að fólk var að byrja að smitast úti í Kaupmannahöfn þá vissi enginn neitt um þetta,…

lesa meira

HAFNAÐI ÖLLU HETERÓ

Það sem mér finnst merkilegt við þessa Kaupmannarhafnardvöl svona eftir á, er það hvað maður var eitthvern veginn rosalega innilokaður í þessu gay samfélagi [...] að maður var orðinn svo þyrstur eftir því að geta lifað í þessu samfélagi að þegar maður loksins kom til Kaupmannahafnar að þá bara lokaði…

lesa meira

FORDÓMAR ERU EÐLILEGT VIÐBRAGÐ

Það er vegna þess að mér finnst þetta vera svo fáránlega einfölduð söguskoðun og einfölduð mynd af veruleikanum, að setja þetta fyrir sig þannig að það sé einhver hópur af fólki sem þurfi að berjast gegn fordómum og svo vinna sigur á fordómunum. Þetta er alltof einföld hugsun um lífið…

lesa meira

GRIMMDIN ER ÓTTI

Þegar þú minnist á grimmdina þá get ég bara vikið að þegar maðurinn er sviptur möguleikanum á að vera hann sjálfur þá er það eiginlega mesta grimmd sem er hægt að hugsa sér að mínu mati. Því að og það er mjög einfalt líka að kalla fram grimmdina ekki síst…

lesa meira
Back To Top