skip to Main Content

GRIMMDIN ER ÓTTI

Þegar þú minnist á grimmdina þá get ég bara vikið að þegar maðurinn er sviptur möguleikanum á að vera hann sjálfur þá er það eiginlega mesta grimmd sem er hægt að hugsa sér að mínu mati. Því að og það er mjög einfalt líka að kalla fram grimmdina ekki síst með því að niðurlægja aðra menn. Og sá sem hefur verið niðurlægður hann á mjög auðvelt held ég með að beita grimmdinni. Við getum bara tekið eins og hermenn eða jafnvel lögreglumenn. Hluti af þjálfun þeirra er að niðurlægja þá og kveikja hefndarþorstann. Og þegar einhver leyfir sér að brjóta norm samfélagsins en samt á þann máta að það er ekki hægt að hanka hann þá á hann náttúrulega á hættu að mæta ákveðinni grimmd frá öðrum. Og ég segi stundum með hommana að ég held að hommar…það að þeir verði oft fyrir aðkasti og jafnvel árásum frá öðrum karlmönnum eigi rætur að rekja til þess að hommarnir taka ekki þátt í kúgun kvenna. Hommarnir storka karlmennskunni. Og karlmenn, að minnsta kosti þeir sem gangast undir þessi norm karlmennskunnar, eru tilbúnir til að gera allt til að losna við hommana. Jafnvel drepa þá. Og þetta er auðvitað grimmd og þetta er kannski um leið ótti. Ótti við að missa vald sitt.

 

 

Back To Top