skip to Main Content

STRAIGHT FRIENDLY SKEMMTISTAÐIR

Við fórum oft saman á böllin og líka upp í Samtök og við vorum að hitta hérna fólkið, þá hittumst við kannski þarna uppi í Brautarholti eða á Lindargötu eða bara í partíum og já, já við skelltum okkur á þessi böll alveg hægri og vinstri. Svo náttúrulega voru líka…

lesa meira

ALLIR AÐ DANSA ALLSBERIR Í KRINGUM JÓLATRÉ

Ég kom á vettvang Samtakanna þegar ég var 16–17 ára. Þá voru Samtökin á Lindargötunni, litla gula húsinu á Lindargötunni. Ég kom þarna á opið hús. Maður hafði heyrt svona auglýsingar frá Samtökunum ‘78 og svona og heyrt alls konar sögur, að þetta væri eins og furðulegur sértrúarsöfnuður og eins…

lesa meira

DAVÍÐ ODDSSON KIPPTI Í SPOTTA

Sko, segja það sem segja vill um Davíð Oddsson. Hann var ungur stjórnmálamaður, hann var ungur borgarstjóri, og seinna þingmaður og forsætisráðherra og allt það. Og ég held að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega íhaldsamur þegar kom að samkynhneigð, ég hef ekki hugmynd um afhverju. En þegar að AIDS…

lesa meira

VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR MÆTTI

Ég man bara hvað mér þótti vænt um að Vigdís Finnbogadóttir kom [að fagna samvistarlögunum 1996]. Og hún hafði alltaf sýnt okkur velvilja. Hún átti vinkonu í næsta húsi við Samtökin ‘78 niðri á Lindargötu, mig minnir að hún hafi heitið Sigga, alla vega bjó hún í næsta húsi fyrir…

lesa meira

LINDARGATAN FYRSTI FASTI PUNKTURINN

Húsið var einhvern veginn algjör miðpunktur alls [...]. Það var langþráð félagsmiðstöð sem að var kjurr á sínum stað,  ekki eitthvert herbergi af og til einhverstaðar sem að var stundum hægt að fara í og stundum ekki. Það eru til þessar sögur af þessu í Garðastrætinu og Skólavörðustígnum og Brautarholtinu…

lesa meira

FYRSTA KONAN SEM VAR FORMAÐUR

Ég gekk í Samtökin 78 haustið 1987, þá er ég 22 [ára gömul]. Hafði verið aðeins úti á landi í smá svona hvíld frá háskólanáminu og kom aftur til Reykjavíkur til að byrja nýtt og meira spennandi líf, sem sagt með það fyrir augum að koma út. Og þá eru…

lesa meira

ÞAÐ VAR EKKI HLUSTAÐ Á OKKUR

En það sem hafðist upp úr þessu var það að Böðvar var gerður að ráðgjafa hjá Samtökunum ['78] og var settur á laun. Þá vorum við búin að fá húsið niðri á Lindargötu og hann hafði þar símatíma og átti sem sagt að vinna að þessu í samráði við Landsnefnd…

lesa meira
Back To Top