skip to Main Content
BÖÐVAR
BÖÐVAR BJÖRNSSON

Böðvar Björnsson er fæddur árið 1956. Árið 1979 var hann í hópi þeirra fyrstu sem gengu til liðs við mannréttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi og hefur hlotið mannréttindaverðlaun Samtakanna ʼ78 fyrir framlag sitt. Um árabil var hann virkur í grasrótarstarfi félagsins og hefur ritað fjölmargar blaðagreinar um málefni samkynhneigðra. Þegar alnæmi barst til Íslands á níunda áratug liðinnar aldar varð hann einn af forystumönnum félagsins í forvarnar- og fræðslustarfi sem embætti landlæknis launaði að hluta. Böðvar starfar nú sem meðferðarfulltrúi fyrir unglinga. Árið 1992 sendi hann frá sér ljóðabókina Dagbók Önnu Frík. Hann býr í Reykjavík með eiginmanni sínum, Sarukarn Janthasen.

SÖGUBROT

BÖÐVAR

Back To Top