skip to Main Content

ÞAÐ VAR EKKI HLUSTAÐ Á OKKUR

En það sem hafðist upp úr þessu var það að Böðvar var gerður að ráðgjafa hjá Samtökunum ['78] og var settur á laun. Þá vorum við búin að fá húsið niðri á Lindargötu og hann hafði þar símatíma og átti sem sagt að vinna að þessu í samráði við Landsnefnd…

lesa meira

SKÆRULIÐAR UPPI Í ESJU

Það vantaði ekki, það var sama við hvern maður talaði, því var alltaf tekið ægilega vel. Þangað til að farið var að ræða þessi mál og hvernig ætti að koma þessum forvarnaráróðri til skila. Það var það eina sem hægt var að gera, það var engin lækning, skilurðu, þá kom…

lesa meira

KIRKJUNNI KENNT UM

Sem sagt, ef auglýsingar, fræðsluefni og áróður væri gert þannig úr garði að það höfðaði til samkynhneigðra þá mundi það leiða til þess að gagnkynhneigðir, karlmenn og konur, tækju það ekki til sín. Já sko andartak. Það er í fyrsta lagi hægt að gera þetta hvort tveggja og í öðru…

lesa meira

ÞAÐ VISSI ENGINN NEITT UM ALNÆMI

Það sem var með þetta alnæmisdót var að þetta kom yfir mann eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fyrst vissi enginn neitt. Þegar þetta var að byrja og þegar við lentum fyrst í því að fólk var að byrja að smitast úti í Kaupmannahöfn þá vissi enginn neitt um þetta,…

lesa meira

FYRIRRENNARI MSC

Trixie [Guðmundur Snæbjörnsson] var mikill forgöngumaður um það að koma því dóti [Iceland hospitality] á laggirnar; það væri bara til skammar að þetta skuli ekki vera til. Og svo gerðum við þetta, fórum bara að hlusta á: Hvað eigiði við? Hvað er þetta? Og ég var að átta mig á,…

lesa meira

HAFNAÐI ÖLLU HETERÓ

Það sem mér finnst merkilegt við þessa Kaupmannarhafnardvöl svona eftir á, er það hvað maður var eitthvern veginn rosalega innilokaður í þessu gay samfélagi [...] að maður var orðinn svo þyrstur eftir því að geta lifað í þessu samfélagi að þegar maður loksins kom til Kaupmannahafnar að þá bara lokaði…

lesa meira

FLÓTTI TIL KAUPMANNAHAFNAR

Við fórum til Kaupmannahafnar í ársbyrjun 78. og það hefur nú verið pælt svolítið í þessu, hversvegna var þessi ógurlegi flótti og það eru náttúrulega persónulegar ástæður hjá hverjum og einum, raunverulega sem ráða þessu. Hjá okkur var þetta dálítið mikið það að Reynir var náttúrulega tíu árum yngri en…

lesa meira

STOFNUN ICELAND HOSPITALITY

Þetta var gert algerlega eftir því sem núna heitir flatur strúktúr. Sem sagt eftir þessu systemi að það er ekkert verið að setja ofan á hausana á fólki eitthvað félag og segja nú gerum við þetta svona og svona og svona — heldur bara hér erum við og hvað viljum…

lesa meira

FYRSTU FUNDIRNIR

Þegar ég tala um þetta þá er eins og ég sjái gay-liðið bara að skemmta sér. Eins og einhverju eilífu fylleríi. En tilfellið er náttúrulega að ef maður ætlar að vita hvað þetta gay-fólk er þá sést það náttúrulega ekki nema í sínum frítíma. Og það er helst á kvöldin…

lesa meira

FORDÓMAR ERU EÐLILEGT VIÐBRAGÐ

Það er vegna þess að mér finnst þetta vera svo fáránlega einfölduð söguskoðun og einfölduð mynd af veruleikanum, að setja þetta fyrir sig þannig að það sé einhver hópur af fólki sem þurfi að berjast gegn fordómum og svo vinna sigur á fordómunum. Þetta er alltof einföld hugsun um lífið…

lesa meira
Back To Top