skip to Main Content

FORDÓMAR ERU EÐLILEGT VIÐBRAGÐ

Það er vegna þess að mér finnst þetta vera svo fáránlega einfölduð söguskoðun og einfölduð mynd af veruleikanum, að setja þetta fyrir sig þannig að það sé einhver hópur af fólki sem þurfi að berjast gegn fordómum og svo vinna sigur á fordómunum. Þetta er alltof einföld hugsun um lífið og tilveruna. Hlutirnir ganga ekki svona fyrir sig. Það er ekki þannig, heldur eru allir á sama báti raunverulega og það að geta hagað sínu lífi eins og maður vill er partur af, það sem flokkast undir frelsi yfirhöfuð og þetta er bara partur af því og fordómar eru ekkert annað en það, ruslahaugur sem skilgreining. Því það er svo margt sem flokkast undir fordóma, sem sagt allt sem þú veist ekki, maður lifir á fordómum. Ef maður ætlaði að vita um alla hluti sem maður talaði um, þá segði maður ekki nokkurn skapaðan hlut. Því að maður raunverulega myndar sér skoðanir á hlutunum á mjög, mjög einföldum forsendum. Maður hefur eiginlega voðalega lítið fyrir sér í þessu og það er afskaplega fátt sem maður gjörhugsar raunverulega í gegn til að komast að því hvernig þetta er, hvað þá hluti sem koma manni lítið við eða snerta mann lítið. Svo það er bara mjög eðlilegt að fólk hafi fordóma, það bara segir sig sjálft. En hitt aftur á móti, hvernig hitastigið er í þjóðfélaginu, í samfélaginu inni á milli meðal fólks, hvað þykir eðlilegt og ekki eðlilegt, hve strangt þetta er, hve mikið fólki er haldið svona í beinni línu, það segir miklu meira um þessa hluti.

Þetta er tvenns konar system, annars vegar það hvort fólk getur gert það sem það vill, sem sagt verið gay, átt sína vini, búið saman, þess vegna, sofið hjá sínu eigin kyni, og allt þetta án þess að segja nokkuð frá því, án þess að láta nokkuð á því bera, það hefur alltaf verið leyfilegt. Það hafa aldrei verið nein vandræði með það og sérstaklega hérna á Íslandi höfum við verið miklu betur sett heldur en nokkur staðar annarstaðar. — Sem sagt, það skipti sér enginn neitt af neinu. Fólk vissi það að í einhverjum ákveðnum húsum voru partý þar sem voru bara karlmenn og fólk var kannski ekki hrifið af því en það var ekkert verið að fetta fingur útí það. Það var bara þeirra mál. Og það er þessi, þetta sem er sko eiginlega ekki liberalismi og ekki umburðarlyndi heldur afskiptaleysi eins konar. Þetta fólk fer þá bara til hvelvítis og ég fer til himna og það er allt í lagi. Mér kemur það ekki meira við. Hitt er svo allt annar handleggur þegar fólk sem hefur þessa afstöðu, að það vill gera þetta normalt og gera þetta part af samfélaginu og vill fara að geta, þurfa ekki að fela þetta, geta talað um þetta, vill fá að vera nokkurn vegin partur af þessu samfélagi eins og þetta er. Þá byrja vandamálin, í þjóðfélagi sem ræður ekki við það. Til þess að það geti gerst þarf að vera svona sæmilega frjálslegt loftslag og það loftslag, það frelsi, það var bara ekkert fyrir hendi fyrr en ja, upp úr 1980.

Brot úr viðtali við Veturliða Guðnason, 2005

Back To Top