skip to Main Content

LESBÍA AFTUR ORÐIÐ SKAMMARYRÐI

Ég er nú búin að heita allskonar nöfnum þú veist, kynhverf og kynvillt og samkynhneigð og öll þessi orð sem er alltaf verið að búa til til að reyna að finna eitthvað settlegra einhvern veginn til að lýsa tilveru minni. En þessi orð  lesbía og hommi, við börðumst svo fyrir…

lesa meira

TILFINNINGATÆP EN EKKI TVÍTÓLA

Ég var í Gagnfræðaskóla Akureyrar, merkileg stofnun ef þú þekkir hana ekki, á þeim tíma og það var ein stúlka í þessum skóla sem var verulega frábrugðin öðrum. Hún gekk niður frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri og snjóboltarnir dundu frá nokkur hundruð nemendum sem öskruðu á eftir henni tvítóla. Það gekk…

lesa meira

VONA AÐ ÉG HAFI EKKI SKAÐAÐ NEINN

Á þessum árum að þá var ekki bara samkynhneigt fólk sem hringdi í símatímunum, það var fólk í allskonar vandræðum, með allskonar erindi sem, ég segi fyrir mig, var enginn maður til að leysa úr. Fólk sem var, já menn sem kannski voru í einhverjum kynskiptihugleiðingum sem að bara, ég…

lesa meira

ÖNNUFÉLAGIÐ

Trans-Ísland var fyrst kallað Önnufélagið af því að þá kom Anna Jonna sem hafði búið í Danmörku og Færeyjum. Og svo kemur Anna Margrét á vettvanginn líka sem er búin að fara í aðgerð í dag, og meira að segja búin að gefa út bók og þá er bara farið…

lesa meira

EIN Í SAMTÖKUNUM

Það var búið að stofna Samtökin ‘78 og ég þekkti þessa stráka. Við töluðum svolítið saman og ég var eina lesban þarna. Ég var eina lesban. Það var engin önnur lesba sem var með í þessum samtökum nema ég. Og nokkrir strákar. Því miður. Það hefði nú verið gaman ef…

lesa meira

RAUÐHÆRÐAR GRÆNMETISÆTUR Í NEFND

Formaður nefndarinnar reyndi hvað eftir annað að finna samanburðarhóp í þjóðfélaginu og heiminum. Ég man eftir gyðingum sem voru þá teknir sem mögulegur samanburðarhópur og ég man eftir grænmetisætum. Gyðingarnir voru þó fæddir svona, grænmetisætur, ég veit ekki hvort maður er fæddur til þess að vera grænmetisæta? Það er önnur…

lesa meira

SORGLEGUR UNDIRTÓNN Í GLEÐINNI

Ég held að mjög margt gay fólk, lesbíur og hommar á þeim tíma hafi notað áfengi sem kvíðastillandi lyf. Og áfengisneyslan að því leyti þjónað allt öðrum tilgangi hjá okkur en venjulegu fólki. Þetta var ekki bara til að gera sér dagamun heldur til þess að fá sér kjark og…

lesa meira

EKKI EINN Í HEIMINUM Á BÓKASAFNINU

Náungi sem ég varð ástfanginn af hvatti mig til að fara upp í Samtökin ‘78, þótt það væri ekki nema bara til að kíkja upp á bókasafn og byrja að grúska. Af því að það mega þau eiga að þau hafa alltaf rekið ofsalega gott heilbrigt bókasafn með öllum þeim…

lesa meira

TABÚ Í RAUÐSOKKAHREYFINGUNNI

Það er mjög sérstakt hér á landi. Rauðsokkahreyfingin er stofnuð 1971 og er öflugasta kvennahreyfingin hér á landi alveg þangað til Kvennalistinn er stofnaður. Þetta [að vera lesbía] var algert tabú í þeirri hreyfingu, öfugt við það sem gerðist í sambærilegum hreyfingum, bæði austan hafs eða í Evrópu og Bandaríkjunum.…

lesa meira

ALDREI HAPPY END

Mig vantaði algerlega [fyrirmyndir]. Þessar stelpur sem ég kynntist í samtökunum voru flestar yngri en ég - og auðvitað getur maður alveg tekið fyrirmyndir sem eru yngri - en það var ekki neins staðar að maður vissi um manneskju úti í samfélaginu sem hafði bara sætt sig við kynhneigð sína…

lesa meira
Back To Top