skip to Main Content

VONA AÐ ÉG HAFI EKKI SKAÐAÐ NEINN

Á þessum árum að þá var ekki bara samkynhneigt fólk sem hringdi í símatímunum, það var fólk í allskonar vandræðum, með allskonar erindi sem, ég segi fyrir mig, var enginn maður til að leysa úr. Fólk sem var, já menn sem kannski voru í einhverjum kynskiptihugleiðingum sem að bara, ég var svo grænn að ég ætla bara að vona að ég hafi ekki skaðað neinn með því sem ég lét út úr mér stundum bara af forvitni, ég var svo undrandi. Og allskonar folk í allskonar hugleiðingum tengt þessu öllu saman. Hvert það er og hvað það er og hvað það vill og allt þetta. Það var ekki bara samkynhneigt fólk sem hringdi heldur bara allskonar fólk. Þessi símatími hefur líklega verið langt, langt á undan sinni samtíð.

   Helgi Magnússon í viðtali 1997 um tímabilið um sitt hvoru megin við 1980 þegar þeir Guðni Baldursson voru með síma Samtakanna ´78 heima hjá sér.

Back To Top