skip to Main Content
Ingibjörg Sólrún 2001
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fædd árið 1954. Hún lauk BA-prófi í sagnfræði og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1979, var borgarfulltrúi í Reykjavík 1982–1988 og síðar 1994–2006. Hún var borgarstjóri Reykvíkinga 1994–2003 og alþingismaður 1991–1994 og 2005–2009, tvö síðustu árin utanríkisráðherra. Á árunum 2017–2020 stýrði hún Lýðræðis- og mannréttindastofnun ÖSE. Ingibjörg Sólrún var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um afnám misréttis gagnvart samkynhneigðu fólki sem samþykkt var á Alþingi 1992 og gat af sér skýrslu um réttarstöðu samkynhneigðra 1994. Þingsályktunartillagan markaði tímamót í löggjafarbaráttu samkynhneigðra því þar viðurkenndi löggjafarvaldið í fyrsta sinn að lesbíur og hommar á Íslandi ættu í höggi við misrétti og kúgun.

SÖGUBROT

INGIBJÖRG SÓLRÚN

Back To Top