skip to Main Content

ÍSLENDINGAR Í KAUPMANNAHÖFN MEÐ MINNI FORDÓMA

Þetta íslenska samfélag, Íslendinganýlendan í Kaupmannahöfn, þar þekktu allir alla og allir vissu deili hver á öðrum. Þetta voru að stærstum hluta til íslenskir námsmenn en þarna var líka talsverður fjöldi af fólki sem hafði hreinlega flúið frá Íslandi vegna sinnar kynhneigðar. Þetta voru samkynhneigðar konur og karlar sem að treystu sér ekki til að lifa opinberlega með þessa kynhneigð sína hér heima á Íslandi en gátu gert það í Kaupmannahöfn. Og þarna kynntist maður þessu fólki miklu betur en nokkurn tímann hérna heima. Að í þessari Íslendinganýlendu var talsvert af samkynhneigðum konum og körlum sem höfðu hreinlega flust til Kaupmannahafnar til þess að geta lifað með sæmilegri reisn og þurfa ekki alltaf að vera í felum gagnvart umhverfi sínu. Þarna kynntist maður þessu fólki miklu betur en heima. Og það var heldur ekki mál í sjálfri Íslendinganýlendunni. Kannski vegna þess að þetta voru mest ungt fólk og námsmenn að ég held að fordómarnir hafi a.m.k. verið í lágmarki í henni gagnvart þessu fólki. En það sem vakti auðvitað líka athygli var það að þetta voru annars vegar lesbíurnar og hins vegar hommarnir. Þetta var ekki mikið, að því er manni virtist, samgangur þar á milli.

Úr viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, 2002

Back To Top