skip to Main Content

KVENNAHREYFINGIN ALDREI ANDSNÚIN SAMKYNHNEIGÐUM

Kvennahreyfingin var aldrei andsnúin hreyfingu samkynhneigðra. Ég varð aldrei vör við það í umræðu innan kvennahreyfingarinnar annað en að fólk þar skildi mjög vel þá mannréttindabaráttu sem fram fór af hreyfingu samkynhneigðra, svona almennt, auðvitað eru undantekningar frá öllu. Í rauninni var það fagnaðarefni að sú hreyfing skyldi stofnuð því í sjálfu sér má segja að vissu leyti að kvennahreyfinguna hafi brostið kjark til að taka upp málefni lesbía. Hún gerði það aldrei svona sem slík. Kannski var það alltaf þessi stimpill sem þær óttuðust svo mikið, eða við, ég var auðvitað partur af þessari hreyfingu.

Úr viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, 2002

 

Back To Top