skip to Main Content

ALLIR AÐ DANSA ALLSBERIR Í KRINGUM JÓLATRÉ

Ég kom á vettvang Samtakanna þegar ég var 16–17 ára. Þá voru Samtökin á Lindargötunni, litla gula húsinu á Lindargötunni. Ég kom þarna á opið hús. Maður hafði heyrt svona auglýsingar frá Samtökunum ‘78 og svona og heyrt alls konar sögur, að þetta væri eins og furðulegur sértrúarsöfnuður og eins…

lesa meira

EKKI EINN Í HEIMINUM Á BÓKASAFNINU

Náungi sem ég varð ástfanginn af hvatti mig til að fara upp í Samtökin ‘78, þótt það væri ekki nema bara til að kíkja upp á bókasafn og byrja að grúska. Af því að það mega þau eiga að þau hafa alltaf rekið ofsalega gott heilbrigt bókasafn með öllum þeim…

lesa meira

HÆTTU UM LEIÐ OG HÓTELIÐ HÆTTI

Íslensk-lesbíska lagðist í raun niður um leið og Hótel Vík lagðist niður. Þá höfðum við ekki lengur herbergi. Síðan voru liðin þessi ár sem þurfti til að við gátum farið aftur inn í Samtökin og þó að við segðum nú kannski aldrei endilega skilið við þau, við komum oft á…

lesa meira

EINS OG HEILDSÖLUFYRIRTÆKI

Árið 1986 stofnuðum við Íslensk-lesbíska sem var auðvitað mikilvægt skref. Þannig var að við tókum okkur saman nokkrar lesbíur og ákváðum að stofna okkar eigið félag og sækja um aðstöðu í kvennahúsinu Hótel Vík sem að var þá aðsetur fyrir Kvennaframboð, Kvennalistann og kvennasamtök og okkur fannst það bara mikilvægt…

lesa meira

ALNÆMIÐ SUNDRAÐI OKKUR

Enginn vissi nákvæmlega hvernig þetta myndi smitast og svo þurfti maður að vinna sjálfur í því gagnvart sínum vinum sem maður vissi að væri smitaður. Væri óhætt að kyssa þá bless? Allir voru að kyssast mikið á þessum tíma í samkynhneigðu fjölskyldunni. Maður þurfti að komast yfir það, væri allt…

lesa meira

FRELSUN AÐ VERA MEÐ FÓLKI SEM VAR EINS OG ÉG

Fyrsti maðurinn sem að kemur í opinbert viðtal var Hörður Torfason 1974 eða 1975, þannig að þá vissi maður um tilvist homma almennt. Þá er ég orðin tvítug þannig að ég er eiginlega eins og fornaldarmanneskja. Síðan þegar ég kom suður, var hérna í háskóla, þá vissi ég að hommarnir…

lesa meira

LESBÍA NOTAÐ SEM SKAMMARYRÐI

Þetta var bara ekki rætt mjög opinskátt, það verður bara að segja það eins og það er. Það var kannski ákveðin hræðsla við þetta. Við urðum náttúrulega, þessar ungu róttæku kvenfrelsiskonur, við urðum fyrir heilmiklum fordómum í samfélaginu, þar sem m.a. vorum við gjarnan kallaðar lesbíur og var það gert…

lesa meira

FYRSTU SKREFIN

Árið ‘80, þá leigðum við litla kytru niðri í Garðastræti og þar var opið hús tvisvar í viku. Pínulitla og loftlausa kytru, niðurgrafna, galtóm, engin húsgöng þar. Félagið var alveg tækjalaust og það gekk ekki að leigja þetta lengi. Þannig að við urðum aftur húsnæðislaus og það var opið hús hérna…

lesa meira

MÁTTI EKKI FÁ UPPLÝSINGAR UM KONUNA SÍNA

En í viðbót kannski við þegar maður er að hugsa um, hver er fjölskylda þín, á þessum tímum þegar við vorum ekki neitt í augum samfélagsins. [...] Til dæmis ef að það kom upp á sko að viðkomandi, segjum að konan mín þurfti að fara á sjúkrahús og var mjög…

lesa meira

VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR MÆTTI

Ég man bara hvað mér þótti vænt um að Vigdís Finnbogadóttir kom [að fagna samvistarlögunum 1996]. Og hún hafði alltaf sýnt okkur velvilja. Hún átti vinkonu í næsta húsi við Samtökin ‘78 niðri á Lindargötu, mig minnir að hún hafi heitið Sigga, alla vega bjó hún í næsta húsi fyrir…

lesa meira
Back To Top