skip to Main Content

MÁTTI EKKI FÁ UPPLÝSINGAR UM KONUNA SÍNA

En í viðbót kannski við þegar maður er að hugsa um, hver er fjölskylda þín, á þessum tímum þegar við vorum ekki neitt í augum samfélagsins. […] Til dæmis ef að það kom upp á sko að viðkomandi, segjum að konan mín þurfti að fara á sjúkrahús og var mjög veik, það gerðist einu sinni. Hún var á gjörgæslu. Og þetta er áður en að við giftum okkur og svona og ég hringi til að fá að vita hvernig staðan sé, Jóhanna Björg já ég heiti Lana Kolbrún og langar að hérna, hún var í aðgerð og það gerðist eitthvað og nú veit ég að hún er á gjörgæslunni get ég fengið að vita hvernig hún hefur það? Hver ert þú? var þá bara spurt í símann. Ég segi ja ég er konan hennar. Og það kemur mjög á hjúkrunarfræðinginn sem er í símanum. Eh, já, við getum einungis veitt upplýsingar um líðan gjörgæslusjúklinga til aðstandenda. Og ég var bara svona flabbergasted og sagði hvað hefurðu aldrei heyrt um samkynhneigð? Þetta er konan mín, við búum saman! Nei. Þú verður að fá aðstandanda til að hringja. Svo ég varð að biðja tengdamömmu um að hringja og gá hvort að Jóka væri lífs eða liðin.

Lana Kolbrún Eddudóttir, janúar 2017

Back To Top