skip to Main Content

DÝPRI GRÖF EN AÐ VERA KONA

Kvennabaráttan er mjög merkileg og hefur verið mjög merkileg fyrir samkynhneigða á Íslandi, á vissan hátt. Rauðsokkurnar og Kvennaframboðið og síðar Kvennalistinn tóku svolítið upp á arma sína baráttu samkynhneigðra af því að ég vil meina af því að þær urðu að gera það, af því að þær vildu ekki…

lesa meira

TABÚ Í RAUÐSOKKAHREYFINGUNNI

Það er mjög sérstakt hér á landi. Rauðsokkahreyfingin er stofnuð 1971 og er öflugasta kvennahreyfingin hér á landi alveg þangað til Kvennalistinn er stofnaður. Þetta [að vera lesbía] var algert tabú í þeirri hreyfingu, öfugt við það sem gerðist í sambærilegum hreyfingum, bæði austan hafs eða í Evrópu og Bandaríkjunum.…

lesa meira

EINS OG HEILDSÖLUFYRIRTÆKI

Árið 1986 stofnuðum við Íslensk-lesbíska sem var auðvitað mikilvægt skref. Þannig var að við tókum okkur saman nokkrar lesbíur og ákváðum að stofna okkar eigið félag og sækja um aðstöðu í kvennahúsinu Hótel Vík sem að var þá aðsetur fyrir Kvennaframboð, Kvennalistann og kvennasamtök og okkur fannst það bara mikilvægt…

lesa meira

URÐU AÐ LEYFA HOMMA OG LESBÍU

Í kosningabaráttunni 1991 þá vorum við í Kvennalistanum með þessi mál nokkuð á dagskrá hjá okkur og vildum styðja við bakið á réttindabaráttu homma og lesbía og það sem að við gerðum meðal annars var að við boðuðum til fundar um þeirra mál. Og þá auglýstum við þann fund í…

lesa meira

KVENNAHREYFINGIN ALDREI ANDSNÚIN SAMKYNHNEIGÐUM

Kvennahreyfingin var aldrei andsnúin hreyfingu samkynhneigðra. Ég varð aldrei vör við það í umræðu innan kvennahreyfingarinnar annað en að fólk þar skildi mjög vel þá mannréttindabaráttu sem fram fór af hreyfingu samkynhneigðra, svona almennt, auðvitað eru undantekningar frá öllu. Í rauninni var það fagnaðarefni að sú hreyfing skyldi stofnuð því…

lesa meira

LESBÍA NOTAÐ SEM SKAMMARYRÐI

Þetta var bara ekki rætt mjög opinskátt, það verður bara að segja það eins og það er. Það var kannski ákveðin hræðsla við þetta. Við urðum náttúrulega, þessar ungu róttæku kvenfrelsiskonur, við urðum fyrir heilmiklum fordómum í samfélaginu, þar sem m.a. vorum við gjarnan kallaðar lesbíur og var það gert…

lesa meira
Back To Top