skip to Main Content

DÝPRI GRÖF EN AÐ VERA KONA

Kvennabaráttan er mjög merkileg og hefur verið mjög merkileg fyrir samkynhneigða á Íslandi, á vissan hátt. Rauðsokkurnar og Kvennaframboðið og síðar Kvennalistinn tóku svolítið upp á arma sína baráttu samkynhneigðra af því að ég vil meina af því að þær urðu að gera það, af því að þær vildu ekki vera svo sjálfhverfar og segja að þær væru einar. En þær voru mjög fljótar, held ég, að fórna bráttumálum samkynhneigðra. Þær voru alltaf svolítið hræddar við lesbíustimpilinn. Þetta voru mussukerlingarnar, ómáluðu og ógreiddu og ósexí í Rauðsokkahreyfingunni, það var ekkert kvenlegt, nógu kvenlegt við þær, til staðalímyndum um kvenleika og fegurð, þær voru að hafna því, en um leið minntu þær á líka einhverja skrípamynd af, fyrirframgefna skrípamynd af lesbíunni og þær óttuðust á vissan hátt þennan stimpil. Þær óttuðust að falla í niður í aðra gröf sem var miklu dýpri heldur en að vera kona. Gagnkynhneigð kona var þó aðeins betur stödd heldur en samkynhneigð kona eða samkynhneigðir karlmenn. Þannig að þó svo í nafni umburðarlyndis og í nafni jafnréttis og baráttunnar, meðvitaðar manneskjur samt, að þá þegar kom að þeim þröskuldi að réttindi fóru að vinnast þá var ákafinn það mikill að ég vil meina að þær hafi fórnað þeim öðrum hópum sem viðurkenndir eru í samfélaginu að hafa í raun og veru, já, settir til hliðar, þegar þær náðu sínum réttindum þá voru þær ánægðar með í sjálfu sér að verða jafnfætis gagnkynhneigðum, hvítum, ólömuðum, kristnum karlmanni. Það er þar sem þær vildu standa og sögðu sem svo, virtist vera, að það væri í sjálfu sér markmið, þær gætu ekki verið að draga hlassið fyrir alla hina og að þegar karlmennirnir hleyptu þeim, þessir gagnkynhneigðu, ólömuðu, hvítu, kristnu karlmenn, hleyptu þeim inn í hús sín og á sinn vígvöll, að þá voru þær svo fegnar að komast þangað inn að smáborgaraskapurinn hann varð yfirsterkari. Og þetta vil ég meina, við sjáum í lögum um jafnréttisráð. Fyrir mér eru jafnréttislög um jafnrétti allra í samfélaginu burtséð frá kyni, kynhneigð, trúarbrögðum, litarhætti, fötlun, en ekki bara milli karls og konu. En þessi, sem sagt, staða hefur náðst í kvennabaráttunni að það eru komin jafnréttislög sem eingöngu fjalla um það að konur séu örugglega jafnfætis þessum fyrrnefnda karlmanni, sem ég nefndi. Og þessi lög eru ólög að því leyti að þau geta brotið á, auðveldlega, úrskurður þeirra getur brotið á auðveldlega á rétti hinna hópanna sem þegar hafa þó verið viðurkenndir að ættu í vök að verjast í samfélaginu. En þær sætta sig við það. Það er hlýtt í faðmi gagnkynhneigðra, hvítra, kristinna, ólamaðra karlmanna.

 

Viðar Eggertsson 2005

Back To Top