skip to Main Content

EKKI Í FELUM Í REYKJAVÍK

Ég flutti aðallega vegna þess að ég var ástfangin og ákvað það að sú manneskja sem ég var ástfangin í hún vildi örugglega ekki flytja til Vestmannaeyja. Hefði hún verið tilbúin til að flytja til Vestmannaeyja þá held ég að ég hefði ekki farið héðan á þeim tíma. Og ég…

lesa meira

FÖGNUÐU SAMVISTARLÖGUM Á MIÐNÆTTI

Mér er minnisstæð athöfnin sem var um miðnættið daginn áður [en lögin um staðfesta samvist gengu í gegn 1996]. Þá stóðum við að því trúarhópurinn að halda messu í Fríkirkjunni og hún var haldin kl. hálftólf 26. [júní] þannig að þegar dagurinn 27. [júní] rann upp þá vorum við saman…

lesa meira

MÁTTI EKKI FÁ UPPLÝSINGAR UM KONUNA SÍNA

En í viðbót kannski við þegar maður er að hugsa um, hver er fjölskylda þín, á þessum tímum þegar við vorum ekki neitt í augum samfélagsins. [...] Til dæmis ef að það kom upp á sko að viðkomandi, segjum að konan mín þurfti að fara á sjúkrahús og var mjög…

lesa meira

LÖGIN TÓKU GILDI Á GAY PRIDE

Þegar [nefndin] skilaði af sér þá var hugmyndin að lögin um staðfesta samvist tækju gildi 1. júlí 1996. Og okkur tókst að fá þau til að breyta dagsetningunni þannig að hún yrði á Gay Pride Day, 27. júní í staðinn.  [...] Þá er sem sagt gert frumvarp til laga og…

lesa meira

HJÓNABAND VAR EIGN KIRKJUNNAR

Nefndin sem sagt safnaði alls kyns vitnisburðum um stöðu og reynslu samkynhneigðra á Íslandi og Þorvaldur Kristinsson átti mikið af því efni. Hann var náttúrulega búinn að safna svo lengi sögum, reynslusögum. Síðan lágum við Guðni [Baldursson] yfir alls konar einmitt svona hvaða lög voru til, hvað var að gerast…

lesa meira

TILFINNINGAÞRUNGIN STUND

Ég grét og hló á víxl í kringum gildistöku lagana, ég er ekki að ýkja. Og við vorum fleiri sem vorum ýmist á grát- eða hlátursstiginu. Á miðnætti þegar lögin gengu í gildi og við söfnuðumst saman í Fríkirkjunni — mikill fjöldi samkynhneigðra, vina og ættingja, kannski á annað hundrað…

lesa meira

HENT ÚT ÚR ÍBÚÐINNI

Ég var í minni fyrstu sambúð með konu - þá ætlaði ég að flytja inn til hennar og það var nokkuð sem við vorum mjög sammála um, í íbúð sem hún hafði leigt í einhver ár og átt afar góð samskipti við leigulsalann sem bjó á efri hæðinni. Þegar hún…

lesa meira

SNÝST EKKI UM KYNLÍF

[...] á einhvern hátt tókst okkur að fara frá því að fólk liti á réttindi samkynhneigðra sem eitthvert einkamál í svefnherberginu yfir í að skilja að mannréttindi væru brotin á okkur, þessi leið var mjög merkileg. Fyrsta ráðstefna sem ég fór á sem formaður Samtakanna ['78], það var mannréttindaráðstefna í…

lesa meira

JARÐARFÖR Á HVERJUM FÖSTUDEGI

Ég hef stundum hugsað það þannig að það er ekkert hægt að ætla sér að sætta sig við þetta eða átta sig á þessu, vinna úr þessu, lifa með þessu og allt þetta, það er voða fallegt og huggulegt. En þegar svona margir af vinum manns falla frá á stuttum…

lesa meira

FLÓTTI TIL KAUPMANNAHAFNAR

Við fórum til Kaupmannahafnar í ársbyrjun 78. og það hefur nú verið pælt svolítið í þessu, hversvegna var þessi ógurlegi flótti og það eru náttúrulega persónulegar ástæður hjá hverjum og einum, raunverulega sem ráða þessu. Hjá okkur var þetta dálítið mikið það að Reynir var náttúrulega tíu árum yngri en…

lesa meira
  • 1
  • 2
Back To Top