skip to Main Content

LÖGIN TÓKU GILDI Á GAY PRIDE

Þegar [nefndin] skilaði af sér þá var hugmyndin að lögin um staðfesta samvist tækju gildi 1. júlí 1996. Og okkur tókst að fá þau til að breyta dagsetningunni þannig að hún yrði á Gay Pride Day, 27. júní í staðinn. 

[…] Þá er sem sagt gert frumvarp til laga og lagt fram á vorþingi 1996 til samþykktar. Og það var einn maður sem talaði á móti, Árni Johnsen. Og ég held að ég fari bara alveg rétt með það, ég er nú búin að fletta þessu oft upp og það má fletta þessu upp í Alþingistíðindum en hann spurði: Hvað kemur næst? Mig minnir hann hafi nefnt bæði barnahjónabönd og dýraníð. En hann var nú eina röddin, sem að heyrðist svona skerandi falskt í. Og lögin runnu í gegn. Frumvarpið rann í gegn.

Svo rann upp 27. júní 1996 og þá var nú pólitíski armur Samtakanna ‘78 búinn að búinn að vinna dálítið í því að fá fólk til þess að gifta sig þennan dag, að það væri örugglega eitthvert fólk sem að væri til í að brjóta ísinn og fara í þetta. Og það voru þarna, opinberlega voru þrjú pör. Siggi og Percy, Anna og Solla, Valgerður og nú man ég ekki hvað konan hennar hét, en svo gifti ég mig líka sko. Við Jóhanna giftum okkur á inniskónum heima á Karlagötu og fengum samkynhneigðan lögfræðing sem var jafnframt að gifta sitt fyrsta par ever, Ágústu Rögnu Jónsdóttur, til að vígja okkur í hjónaband að borgaralegum hætti heima í stofu. Þannig að þetta voru fjögur pör allt í allt. Og svo steðjuðum við upp í Borgarleikhús í þessa stórkostlegu veislu. Það vissi enginn að við Jóka höfðum gift okkur en hin þrjú pörin voru til sýnis. Og það er bara, það sem ég man sko, þessi dagur var náttúrulega, sturlaður sko. Hann var sturlaður á svo mörgum levelum sko svo ég sletti nú. Maður trúði náttúrulega ekki að þetta væri að verða að veruleika!

Lana Kolbrún Eddudóttir, janúar 2017

Back To Top