skip to Main Content

FRELSUN AÐ VERA MEÐ FÓLKI SEM VAR EINS OG ÉG

Fyrsti maðurinn sem að kemur í opinbert viðtal var Hörður Torfason 1974 eða 1975, þannig að þá vissi maður um tilvist homma almennt. Þá er ég orðin tvítug þannig að ég er eiginlega eins og fornaldarmanneskja. Síðan þegar ég kom suður, var hérna í háskóla, þá vissi ég að hommarnir…

lesa meira

SKEMMTANALÍFIÐ FYRIR 1978

Ég [Guðni Baldursson] var rétt orðinn kunnugur yfirborði skemmtanalífsins, en raunverulega ekkert voðalega mikið inni í sjálfu aðalhommalífinu í bænum. Það var nokkrum árum fyrir 1978 sem ég fór svona aðeins að stunda skemmtistaðina, það var Klúbburinn og aðallega Klúbburinn. Það var nú gaman að fara á þessa staði og…

lesa meira

LINDARGATAN FYRSTI FASTI PUNKTURINN

Húsið var einhvern veginn algjör miðpunktur alls [...]. Það var langþráð félagsmiðstöð sem að var kjurr á sínum stað,  ekki eitthvert herbergi af og til einhverstaðar sem að var stundum hægt að fara í og stundum ekki. Það eru til þessar sögur af þessu í Garðastrætinu og Skólavörðustígnum og Brautarholtinu…

lesa meira

ANNA FRÍK

Árið ‘93 gaf ég út þessa bók;  Dagbók Önnu Frík og þetta var svona reynsla mín úr Samtökunum ['78] sett fram á frekar öfgafullan hátt. Svona setningar sem ég hafði heyrt hér og þar í partýjum og upplifanir og húmor sem ég hafði heyrt í gegnum árin. Þetta var svona…

lesa meira

HOMMASAMFÉLAGIÐ FÓR INN Í SKEL

Þetta [alnæmisveiran] náttúrulega gerði það að verkum að svona öll endurnýjun í skemmtanalífinu hún hætti og veiðarnar urðu svona ...þetta var ekki gert með sömu gleðinni og áður og  dró mjög úr þessu öllu saman og allt hommasamfélagið fór inn í svolitla skel. Og menn urðu mjög tortryggnir gagnvart hvor…

lesa meira

BREYTING Á SAMTÖKUNUM

Af hverju eigum við að vera í felum? Af hverju getum við ekki talað upphátt um okkar hluti? Af hverju getum við ekki farið í fjölmiðla? Af hverju erum við að reka félagsmiðstöð sem er aðallega ætluð, já sem er að einhverju leyti ætluð meira fyrir djamm heldur en pólitískt…

lesa meira

ÍSLENSK-LESBÍSKA

Við stofnuðum Íslensk-lesbíska, skammstafað ÍL, á einhverjum tímapunkti þegar við vorum nokkrar róttækar stelpur sem fannst hommarnir ráða fullmiklu í Samtökunum. Við vorum fámennari, við vorum minna áberandi. Alþjóðasamtökin ILGA voru nýbúin að beina þeim tilmælum til aðildarfélaganna sinna að telja alltaf lesbíur upp á undan hommunum í nafni og…

lesa meira

ERFIÐAST AÐ VITA AF FÓLKI Í FELUM

Samtökin ‘78 voru á þessum árum [fyrri hluta 9. áratugarins] lítið félag. Við töldum þrjátíu manns. Þau voru lítið annað en póstkassi, menn hittust á heimili formanns, héldu fundi þar og þar var oft mjög gaman að vera en öll hópmyndun var mjög veik og lítt sýnileg. Svo hittist þessi…

lesa meira

FLÓTTI TIL KAUPMANNAHAFNAR

Við fórum til Kaupmannahafnar í ársbyrjun 78. og það hefur nú verið pælt svolítið í þessu, hversvegna var þessi ógurlegi flótti og það eru náttúrulega persónulegar ástæður hjá hverjum og einum, raunverulega sem ráða þessu. Hjá okkur var þetta dálítið mikið það að Reynir var náttúrulega tíu árum yngri en…

lesa meira

FYRSTU FUNDIRNIR

Þegar ég tala um þetta þá er eins og ég sjái gay-liðið bara að skemmta sér. Eins og einhverju eilífu fylleríi. En tilfellið er náttúrulega að ef maður ætlar að vita hvað þetta gay-fólk er þá sést það náttúrulega ekki nema í sínum frítíma. Og það er helst á kvöldin…

lesa meira
  • 1
  • 2
Back To Top