SKEMMTANALÍFIÐ FYRIR 1978
Ég [Guðni Baldursson] var rétt orðinn kunnugur yfirborði skemmtanalífsins, en raunverulega ekkert voðalega mikið inni í sjálfu aðalhommalífinu í bænum. Það var nokkrum árum fyrir 1978 sem ég fór svona aðeins að stunda skemmtistaðina, það var Klúbburinn og aðallega Klúbburinn.
Það var nú gaman að fara á þessa staði og kynnast fólki en það hefur aldrei átt við mig sjálfan þetta skemmtanalíf, ég hafði gjarnan viljað kynnast lífinu á annan hátt þá. En það átti eftir að rætast úr því. Mér fannst það mikið pukur. […] Það voru alls konar aðferðir notaðar við að tala við menn og tala saman þegar aðrir heyrðu og svona.
Úr viðtali við Guðna Baldursson og Helga Magnússon, 1997