skip to Main Content

SKEMMTANALÍFIÐ TÓK VIÐ SÉR

Það var ofsalega mikil opnun á þessum tíma upp úr 1990. Það má segja að alnæmið setti á ákveðinn hátt samkynhneigt fólk í sviðsljósið, beindi ákveðnu kastljósi að okkur. Það varð líka jákvætt á svo margan hátt að allt í einu fór fólk að hafa áhuga á lífi okkar og það var gott. Síðan fylgdi að það fór að koma þjónusta við okkur eins og t.d. skemmtanalífið sem skipti mjög miklu máli. Þannig að það fóru skemmtistaðir að opna fyrir okkur og gefa sig út fyrir að vera gay skemmtistaðir. Það var skemmtilegt og vel sótt almennt. Það var náttúrulega 22 (efri hæðin) og síðan var Moulin Rouge sem var mjög skemmtilegt tímabil því að það voru afskaplega metnaðarfullir skemmtanastjórar sem stóðu fyrir mjög flottum drag-showum, og svo diskó á eftir. Þetta voru frumsamin show og það var kannski nýr kabarett hverja helgi. Fjöldi manns sem kom hverja helgi að skemmta sér og dansa.

Úr viðtali við Lilju Sigurðardóttur 2017

Back To Top