skip to Main Content

SAMEIGINLEG BARÁTTA ALLRA

Það er dýrt spaug að eiga óhrein börn úti í horni sem njóta ekki jafnréttis á við aðra — hvorki í lagalegu tilliti né félagslegu eða menningarlegu. Við þetta búum við og ég segi stundum að mér finnst að Samtökin ‘78 séu á þessum vettvangi að vinna starf sem allt samfélagið ætti að vera vinna frekar en við og ég get afskaplega vel séð fyrir mér að hinn frægi meirihluti þjóðarinnar, sem ekki er samkynhneigður, tæki upp fánann og baráttuna ekki síður en við. Þetta er sama mál eins og með nýbúa. Er það einkamál fólks af asísku bergi brotið að það sé lamið hér á skemmtihúsum, er það eitthvað einkamál þeirra sem að þau eiga að beita sér gegn? Þvert á móti það kemur mér við þótt að ég séi ekki af asísku bergi brotin því þarna er verið að brjóta rétt á þegnum í okkar ágæta landi. Það afsiðar okkar samfélag, það er hættulegt og varasamt að leyfa slíkt því að hver sú afsiðun, hvert það mannréttindabrot sem við umberum, hversu lítið sem það er, það er bara ávísun á það næsta og næsta.

Margrét Pála Ólafsdóttir, 1997

Back To Top