skip to Main Content

AÐSTANDENDUR EINS OG LEYNIHÓPUR

Ég held að þetta hafi reynt gríðarlega á fólk sem að stóð í þessu með sínum ástvinum á þessum tíma vegna þess að það var ekki hægt að tala um þetta útávið. Hér voru aðstandendur að hittast eiginlega eins og einhver leynihópur og fólk sagði ekkert frá, þetta var algjört tabú. Þannig að fólk kannski fékk ekki stuðninginn en það var reynt að búa til stuðningshópa og þeir voru virkir sérstaklega þessir stuðningshópar aðstandenda í byrjun og ég þekki margt af þessu fólki sem að átti bróður, systur, son sem að veiktust og dóu.

 

Einar Þór Jónsson 2018

Back To Top