skip to Main Content

EYRU YFIRVALDA

Hommar og lesbíur fengu eyru yfirvalda og stjórnmálamanna þarna á níunda áratugnum oft í tengslum við þetta á einhvern hátt. Þetta varðaði í raun og veru bara þjóðarhag og þjóðaröryggi að ná samtali við þennan minnihlutahóp og hommar voru mjög margir í felum og það varð einhvern veginn að koma…

lesa meira

ENGIN FRAMTÍÐARPLÖN

Það er mikill misskilningur að allir haldi að við höfum bara verið hér haldandi í hendur og grátandi og alveg máttlausir og magnlausir yfir því að vera að fara að deyja. Það voru margir sem ég held að hafi líka notið lífsins á vissan hátt en margir líka fóru að…

lesa meira

AÐSTANDENDUR EINS OG LEYNIHÓPUR

Ég held að þetta hafi reynt gríðarlega á fólk sem að stóð í þessu með sínum ástvinum á þessum tíma vegna þess að það var ekki hægt að tala um þetta útávið. Hér voru aðstandendur að hittast eiginlega eins og einhver leynihópur og fólk sagði ekkert frá, þetta var algjört…

lesa meira

VERRA EN AÐ DEYJA

Hommi kemur heim frá útlöndum, hann er veikur, hann hefur aldrei sagt fjölskyldu sinni einu sinni að hann væri hommi. Og síðan veikist hann af þessum sjúkdómi, hann er lagður inn á spítala, hann fer inn á A7 sem að var legudeild smitsjúkdóma og þar var fólk sett í einangrun.…

lesa meira

EKKI BARA SJÚKDÓMUR HOMMA

Það var alltaf erfitt að fá fólk til að starfa í stjórn Alnæmissamtakanna og hérna og vinna þar. Mér fannst það nú bara alveg sjálfsagt mál og var þarna, starfaði í stjórn Samtakanna í tvö ár ’91, ‘92 og það litla sem maður gat gert þá á þeim vettvangi það…

lesa meira

BRENNIMERKTIR OG KASTAÐ BURT

Svona í miðri gleði þá fer að skjóta upp þessi orðrómur að menn eru farnir að veikjast af einhverjum hérna ótilgreindum sjúkdómi sem að enginn veit hvernig hérna hefur orðið til og hvernig hann útbreiðist í raun og veru. Þannig að það er komið allt annað landslag í myndina. Nú…

lesa meira

ÞRÍR STÓLAR OG EITT BORÐ

Aðal deiglumálin hjá Samtökunum ’78, það var bara að koma úr felum. Að þurfa ekki að vera að læðupokast einhvers staðar og fá ekki að vera þessar manneskjur sem þau voru og þetta voru bara þessu litlu skref sem að voru stigin þá. Þetta byrjaði bara á lítilli kaffistofu þar…

lesa meira

VONA AÐ ÉG HAFI EKKI SKAÐAÐ NEINN

Á þessum árum að þá var ekki bara samkynhneigt fólk sem hringdi í símatímunum, það var fólk í allskonar vandræðum, með allskonar erindi sem, ég segi fyrir mig, var enginn maður til að leysa úr. Fólk sem var, já menn sem kannski voru í einhverjum kynskiptihugleiðingum sem að bara, ég…

lesa meira

NÁNAST EINS OG SAUMAKLÚBBUR

Á þessum árum vorum við sem allir aðrir ofurvarkárir í þessum málum. Það mátti ekki blettur falla á þessi samtök og kannski gekk það stundum dálítið langt, ég veit það ekki. Þetta átti að vera svo ofboðslega vammlaust, bara nánast eins og saumaklúbbur. Ekki rétt? Alla vega okkur var annt…

lesa meira

ÖNNUFÉLAGIÐ

Trans-Ísland var fyrst kallað Önnufélagið af því að þá kom Anna Jonna sem hafði búið í Danmörku og Færeyjum. Og svo kemur Anna Margrét á vettvanginn líka sem er búin að fara í aðgerð í dag, og meira að segja búin að gefa út bók og þá er bara farið…

lesa meira
Back To Top