skip to Main Content

ENGIN FRAMTÍÐARPLÖN

Það er mikill misskilningur að allir haldi að við höfum bara verið hér haldandi í hendur og grátandi og alveg máttlausir og magnlausir yfir því að vera að fara að deyja. Það voru margir sem ég held að hafi líka notið lífsins á vissan hátt en margir líka fóru að deyfa sig með fíkniefnum og áfengi og allskonar, mjög einstaklingsbundið hvernig menn tókust á við þetta. En alla vega þessi ár liðu svona, maður tók bara svona einn dag í einu, maður var alla vega ekki að gera nein framtíðarplön. Maður var ekkert að stressa sig á einhverjum hlutum og fólk á mínum aldri í þá daga þú veist, þá voru þeir að kaupa sér íbúðir og hús og mennta sig og byggja sig upp og vinna sig áfram í atvinnulífinu og allt þetta. Við vorum ekkert að því.

 

Einar Þór Jónsson 2018

Back To Top