skip to Main Content

AÐ SEGJA FORELDRUM FRÁ

Nú ég sagði foreldrum mínum hins vegar ekki frá því að ég væri lesbía fyrr en ég var að skilja við fyrstu konuna mín. Faðir minn tók því svona, aldraður bóndinn, hann svona tók þessu vel en vildi lítið ræða þetta og ekki fyrr en alsíðustu ár viljað tala um málið við mig.

Móðir mín fékk tíðindin síðust. Það var með ólíkindum ég var handviss um að að konan, já á sjötugsaldri, gömul sveitakonan, að hún skildi ekki einu sinni hugtakið. Ég var búin að velta því fyrir mér fram og aftur hvernig í ósköpunum á ég að fara að þessu. Ég var nýskilin að fara í nýtt samband og búin að segja öllum frá þessu og það var ekki lengur undan því komist að segja móður minni sannleikann. Ég var búin að hugsa alltaf á ég að reyna segja við hana mamma ég er ein af þeim konum sem elskar konur en þetta var allt tilgerðarlegt og ömurlegt og að lokum ákvað ég ég tek upp símann og segi: Mamma ég er lesbía. Bara lét vaða, sagði þessi orð í þessari röð. Og móðir mín sagði: „Jæja elskan er þetta algengt?“ [hlær innilega] Síðan spurði hún: “Já og hvernig líður þér, já er þetta ekki allt saman ágætt og gott elskan mín? Bara, ég stend með þér“.  

Síðan hefur hún í sjálfri sér ekkert verið að ræða málin við mig en staðið mjög þétt með mér og passað sig afar vel á því að sýna að já bæði mér og konunni minni já að hún séi afar velkomin í fjölskylduna og við séum teknar sem par. En í raun og veru tók hún þessu líklega hvað best af fjölskyldu minni. Sú sem að ég hafði verið hræddust við að tala við og sagði síðast frá þessu en það þekkjum við mörg samkynhneigð að gangast við okkur gagnvart fjölskyldu eða vinum að fólk bregst gjarnan þveröfugt við en maður ætlaði.

Margrét Pála Ólafsdóttir, 1997

Back To Top