skip to Main Content

LÖGIN TÓKU GILDI Á GAY PRIDE

Þegar [nefndin] skilaði af sér þá var hugmyndin að lögin um staðfesta samvist tækju gildi 1. júlí 1996. Og okkur tókst að fá þau til að breyta dagsetningunni þannig að hún yrði á Gay Pride Day, 27. júní í staðinn.  [...] Þá er sem sagt gert frumvarp til laga og…

lesa meira

EINS OG VÍGVÖLLUR

Í viðbót við sko náttúrulega þetta að manna sig upp í og harka af sér að fara og tala um þessi málefni við frekar skilningsvana fólk innan heilbrigðiskerfisins, þá náttúrulega bara stóðum við á miðju átakasvæðinu; hommarnir og lesbíurnar. Þetta var auðvitað bara eins og vígvöllur. Það er ekkert hægt…

lesa meira

HÉLDU AÐ SAMTÖKIN VÆRU KYNLÍFSKLÚBBUR

  Grundvallaratriði er þetta sem ég nefndi við þig áðan með markaðssetningu á ákveðinni ímynd fyrir Samtökin ‘78. Gott og vel, fólk leit á okkur sem einhvern hóp þar sem hinar kynlegu hvatir söfnuðust saman, fólk sem ætti það eitt sameiginlegt að elska sama kyn. Sumir litu á þetta sem…

lesa meira

AÐ SEGJA FORELDRUM FRÁ

Nú ég sagði foreldrum mínum hins vegar ekki frá því að ég væri lesbía fyrr en ég var að skilja við fyrstu konuna mín. Faðir minn tók því svona, aldraður bóndinn, hann svona tók þessu vel en vildi lítið ræða þetta og ekki fyrr en alsíðustu ár viljað tala um…

lesa meira

UNGLINGSÁR Á AKUREYRI

  Ung kona á Akureyri í menntaskóla með lítið barn um það bil að fara gifta mig í Akureyrarkirkju hjá séra Pétri og já að byggja. Taktu eftir því  - að byggja í blokkaríbúð! Á Akureyri og á Norðurlandi yfirhöfuð voru hugtök eins og lesbíur og leiguhúsnæði ekki til. Trúlega…

lesa meira

SNÝST EKKI UM KYNLÍF

[...] á einhvern hátt tókst okkur að fara frá því að fólk liti á réttindi samkynhneigðra sem eitthvert einkamál í svefnherberginu yfir í að skilja að mannréttindi væru brotin á okkur, þessi leið var mjög merkileg. Fyrsta ráðstefna sem ég fór á sem formaður Samtakanna ['78], það var mannréttindaráðstefna í…

lesa meira

JARÐARFÖR Á HVERJUM FÖSTUDEGI

Ég hef stundum hugsað það þannig að það er ekkert hægt að ætla sér að sætta sig við þetta eða átta sig á þessu, vinna úr þessu, lifa með þessu og allt þetta, það er voða fallegt og huggulegt. En þegar svona margir af vinum manns falla frá á stuttum…

lesa meira

FLÓTTI TIL KAUPMANNAHAFNAR

Við fórum til Kaupmannahafnar í ársbyrjun 78. og það hefur nú verið pælt svolítið í þessu, hversvegna var þessi ógurlegi flótti og það eru náttúrulega persónulegar ástæður hjá hverjum og einum, raunverulega sem ráða þessu. Hjá okkur var þetta dálítið mikið það að Reynir var náttúrulega tíu árum yngri en…

lesa meira

FYRSTU FUNDIRNIR

Þegar ég tala um þetta þá er eins og ég sjái gay-liðið bara að skemmta sér. Eins og einhverju eilífu fylleríi. En tilfellið er náttúrulega að ef maður ætlar að vita hvað þetta gay-fólk er þá sést það náttúrulega ekki nema í sínum frítíma. Og það er helst á kvöldin…

lesa meira

MISSTU AF FÉLAGSSKAP LESBÍA OG HOMMA

Samtökin … auðvitað hafði maður kannski heyrt þetta en þetta var ekkert sem hafði gripið mann því á þessum sama tíma '78 þá er ég fréttamaður hjá útvarpinu. Kannski hef ég skrifað frétt um stofnun samtakanna því að mig rámar í það að einhvern tímann skrifaði ég einhverja frétt um…

lesa meira
  • 1
  • 2
Back To Top