skip to Main Content

TVÍKYNHNEIGÐIN VAR VIÐKVÆMT MÁL

Þetta með tvíkynhneigðina,  sko það var fyrst byrjað að tala um að við mættum ekki hafa þetta svona þröngt, það væri tvíkynhneigt fólk í félaginu og við værum að útiloka það með því að hafa ekki, hafa það ekki með í titlinum. Og ég held bara hreinlega, ég ætla bara…

lesa meira

HOMMI OG LESBÍA Á RÚV Í FYRSTA SINN

Þegar ég fór að vinna uppi á [Ríkis]útvarpi 1991 þá var ennþá í gildi þetta bann um að auglýsa. Það mátti ekki segja lesbíur, hommar. Og það átti að vera lespa og hómi. Einhvers staðar heyrði ég einhvern af minni kynslóð útskýra það sem svo að breytingin hefði komið með…

lesa meira

ÞAÐ BRAST Á MEÐ ALLSKONAR KYNHNEIGÐ

Þessi þáttur, Í sannleika sagt, var á Ríkissjónvarpinu. Og kannski er fyrsta stóra sýnileikadæmið á sjónvarpi allra landsmanna. Og þetta system það er fólk í sal og fólkið í salnum eru bara hommar og lesbíur og pabbar þeirra og mömmur. Svo er panell þarna og einhverjar fjórar, fimm manneskjur, þar…

lesa meira

MÁTTI EKKI FÁ UPPLÝSINGAR UM KONUNA SÍNA

En í viðbót kannski við þegar maður er að hugsa um, hver er fjölskylda þín, á þessum tímum þegar við vorum ekki neitt í augum samfélagsins. [...] Til dæmis ef að það kom upp á sko að viðkomandi, segjum að konan mín þurfti að fara á sjúkrahús og var mjög…

lesa meira

EINS OG VÍGVÖLLUR

Í viðbót við sko náttúrulega þetta að manna sig upp í og harka af sér að fara og tala um þessi málefni við frekar skilningsvana fólk innan heilbrigðiskerfisins, þá náttúrulega bara stóðum við á miðju átakasvæðinu; hommarnir og lesbíurnar. Þetta var auðvitað bara eins og vígvöllur. Það er ekkert hægt…

lesa meira

UNGUR FORMAÐUR

[...] Ég var náttúrulega formaður og varaformaður og sat alltaf í stjórnum eða var einhverstaðar. Var til dæmis líka í fræðslunni, ég gleymdi nú að nefna hana líka áðan, að fara í skólana og fræða. Við byrjuðum nú fljótlega á því. [...] En ég var líka í því sko að…

lesa meira

AIDS NEYDDI SAMFÉLAGIÐ TIL AÐ SJÁ OKKUR

 [...] Á þessum tíma sko ´87, ´88, ´89 - þú veist, það er náttúrulega ekkert komið af neinu tagi. Engin lög, ekki neitt. Við erum algerlega varnarlaus og aftur er það náttúrulega AIDSið sem að, og öll þessi veikindi, sem að beinlínis kannski reka samfélagið í áttina til þess að…

lesa meira

LINDARGATAN FYRSTI FASTI PUNKTURINN

Húsið var einhvern veginn algjör miðpunktur alls [...]. Það var langþráð félagsmiðstöð sem að var kjurr á sínum stað,  ekki eitthvert herbergi af og til einhverstaðar sem að var stundum hægt að fara í og stundum ekki. Það eru til þessar sögur af þessu í Garðastrætinu og Skólavörðustígnum og Brautarholtinu…

lesa meira

FYRSTA KONAN SEM VAR FORMAÐUR

Ég gekk í Samtökin 78 haustið 1987, þá er ég 22 [ára gömul]. Hafði verið aðeins úti á landi í smá svona hvíld frá háskólanáminu og kom aftur til Reykjavíkur til að byrja nýtt og meira spennandi líf, sem sagt með það fyrir augum að koma út. Og þá eru…

lesa meira

ANNA FRÍK

Árið ‘93 gaf ég út þessa bók;  Dagbók Önnu Frík og þetta var svona reynsla mín úr Samtökunum ['78] sett fram á frekar öfgafullan hátt. Svona setningar sem ég hafði heyrt hér og þar í partýjum og upplifanir og húmor sem ég hafði heyrt í gegnum árin. Þetta var svona…

lesa meira
Back To Top