skip to Main Content

HOMMI OG LESBÍA Á RÚV Í FYRSTA SINN

Þegar ég fór að vinna uppi á [Ríkis]útvarpi 1991 þá var ennþá í gildi þetta bann um að auglýsa. Það mátti ekki segja lesbíur, hommar. Og það átti að vera lespa og hómi. Einhvers staðar heyrði ég einhvern af minni kynslóð útskýra það sem svo að breytingin hefði komið með nýjum útvarpsstjóra, þessi tilslökun og ég ætla nú að halda því fram að það hafi bara ekki verið rétt. Breytingin var sú að landsfrægur málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins var orðinn mjög veikur á þessum tíma ‘91-‘92 þarna um veturinn sem ég er að byrja og var ekki að störfum, sá maður sem hafði komið í veg fyrir að þessi orð mættu vera notuð. Þannig að ég bara stökk á tækifærið. Þáverandi yfirmaður auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins, Baldur Jónasson, sagði eftir að ég kom til hans og sagði „mig langar til að auglýsa“, hann sagði „við látum þetta bara fara í gegn. Við bara sjáum hvað setur.“ Og ég held að það hafi verið Gerður G. Bjarklind sem las fyrstu auglýsinguna: „Lesbíur, hommar, munið fjölskyldukaffið á sunnudaginn“.  Og maður passaði sig að hafa þetta eins PC [politically correct] og hægt var, það mátti ekki vera að auglýsa eitthvað dragkvöld, það var fjölskyldukaffi. […]

Lana Kolbrún Eddudóttir, janúar 2017

Back To Top