skip to Main Content

TVÍKYNHNEIGÐIN VAR VIÐKVÆMT MÁL

Þetta með tvíkynhneigðina,  sko það var fyrst byrjað að tala um að við mættum ekki hafa þetta svona þröngt, það væri tvíkynhneigt fólk í félaginu og við værum að útiloka það með því að hafa ekki, hafa það ekki með í titlinum. Og ég held bara hreinlega, ég ætla bara að vera alveg hreinskilin, ég held að ég t.d. hafi bara óttast það að þá myndi einhvern veginn erindi okkar félagsins myndi útvatnast og einhver myndi hætta að taka mark á okkur. Eða einhver myndi kannski draga í land með einhverja fjárveitingu og maður var bara ofboðslega á nálum. Algjörlega á nálum. Þetta er náttúrulega bara hlægilegt í dag þegar það eru komnar svo margar kynhneigðir að maður bara, ég hef ekki tölu á þeim. En þetta var, maður var á svona, maður var á ís sko og maður vildi ekki fara of hratt fram því að bakslagið var einhvern veginn alltaf alveg við eyrað á manni. Og það var náttúrulega líka alltaf verið að berja á okkur í eiginlegum og óeiginlegum skilningi. Þannig að við vorum svolítið að tala lítil skref. Við vorum svolítið að biðja um gott veður. Hallærislegt kannski þegar maður horfir á það núna en það var bara fullkomlega nauðsynlegt á sínum tíma. Þú gast ekki fengið allt sem þú vildir. Þú varðst bara að taka, biðja um eina skeið í einu. Mótstaðan var svo mikil.

Lana Kolbrún Eddudóttir, janúar 2017

Back To Top