skip to Main Content

AIDS NEYDDI SAMFÉLAGIÐ TIL AÐ SJÁ OKKUR

 […] Á þessum tíma sko ´87, ´88, ´89 – þú veist, það er náttúrulega ekkert komið af neinu tagi. Engin lög, ekki neitt. Við erum algerlega varnarlaus og aftur er það náttúrulega AIDSið sem að, og öll þessi veikindi, sem að beinlínis kannski reka samfélagið í áttina til þess að fara að horfast í augu við það að við erum til. Og allt sem fylgdi AIDSinu,  t.d. bara eins og þegar strákar dóu og skildu eftir sig mann sem var síðan kastað út af kynfjölskyldu viðkomandi látins manns fyrst það var engin vernd af neinu tagi. Þetta sko æpti á einhverskonar löggjöf. Það var ekkert hægt að „ignora“ lengur stöðu þessa hóps. Þannig að á þessum tíma sko, níunda áratugnum og á tíunda áratugnum […] þá er í raun og veru rauði þráðurinn eða meðreiðarsveinninn í þessu starfi er alltaf HIV og AIDS

Lana Margrét Eddudóttir, janúar 2017

Back To Top