skip to Main Content

RÖK GEGN ALMENNRI SKYNSEMI

Í allri umræðunni, var ekkert stórkostlegra en að fá einhvern sem að kom með rök sem gengu gegn allri almennri skynsemi. Eða að fá fólk veifandi Biblíunni til þess að tilkynna að sumir væru ekki guði þóknanlegir, að sumum bæri ekki sami réttur og öðrum eingöngu vegna þess að þú hefðir aðrar tilfinningar heldur en einhver tiltekinn söfnuður. Þetta jafnvel, lög ríkisins sem að eru nú bara mannana verk, voru ekki í takti við það sem ætlast var til. Og Íslendingar eru svo skynsöm þjóð, þannig að slagurinn við andstæðingana sópaði að okkur stuðningsfólki. Þeir sem áður sögðu já, já hvað er þetta, þarf kannski ekkert mikið að ræða, en þegar þeir heyrðu árásirnar á okkur þá ofbauð réttlátum Íslendingum. Og á einhvern hátt tókst okkur að fara frá því að fólk liti á réttindi samkynhneigðra sem eitthvert einkamál í svefnherberginu yfir í að skilja að mannréttindi væru brotin á okkur.

Margrét Pála Ólafsdóttir 2017

Back To Top