skip to Main Content

SAMTÖKIN HEILLUÐU EKKI STRAX

Auðvitað kom ég síðar á vettvang Samtakanna [’78] og var þar viðloðandi í nokkur ár áður en ég tek við sem formaður. En ég hef varðveitt þessa fyrstu reynslu því að hún hefur verið mér hvati og hún hefur verið mér áminning, mjög holl áminning um það hvað við þurfum að stíga skrefin af mikilli skynsem. Áminning um það hvað sjálfmynd okkar er brothætt og viðkvæm þegar að við erum að taka þessi skref. Við erum að varpa fyrir róðra þeirri ímynd sem að við höfum byggt upp í fjölda ára. Í mínu tilviki var það straight kona, gift með barn og carrier í vinnu og annað slíkt og pólitískur frami og eitthvað fleira. Þetta var sú ímynd sem ég var að byggja upp, mín sjálfsmynd. Ég varð að leggja hana gjörsamlega á hilluna og byrja upp á nýtt.

Á þeim tíma er ímyndin og sjálfsmyndin svo viðkvæm og brothætt að hvert einasta atriði skiptir máli og mín sjálfsmynd þoldi þetta mjög illa að sjá að núna væri mér ætlað að fara á stað og skemmta mér sem enginn annar myndi láta sér koma til hugar að fara. En auðvitað hélt ég áfram að vera viðloðandi Samtökin eftir þetta og ég vil alls ekki að orð mín séu tekin sem svo að ég séi að gagnrýna það að staðan var eins og hún var. Hún var mjög eðlileg miðað við þróun og stöðu mála. Örfáir hommar, örfáar lesbíur höfðu verið sýnileg og hópurinn var mjög lítill sem var að vinna. Fjármagnið ekkert, betra húsnæði ekki í boði, ímynd okkar var ekki sterkari en þetta, það er ég ekki að gagnrýna. Heldur eins og ég segi þetta er bara mín holla áminning um að þetta er nokkuð sem við þurfum að vinna okkur frá, þetta er fortíð okkar og það er hollt að þekkja fortíð sína og sögu og gleyma henni ekki.

Margrét Pála Ólafsdóttir, 1997

Back To Top