skip to Main Content

ÞRIÐJA FLOKKS VERUR

Sko, það gerist þegar að alnæmisveiran er uppgötvuð og þessi hystería sem fer í gang um að þetta sé hommasjúkdómur, auðvitað barði hún niður, á vissan hátt í samfélaginu, tiltrú á okkur og gerði okkur að einhverjum þriðja flokks verum. Og þá reyndi á samstöðu okkar. Og ég held að…

lesa meira

ÞRÍR STÓLAR OG EITT BORÐ

Aðal deiglumálin hjá Samtökunum ’78, það var bara að koma úr felum. Að þurfa ekki að vera að læðupokast einhvers staðar og fá ekki að vera þessar manneskjur sem þau voru og þetta voru bara þessu litlu skref sem að voru stigin þá. Þetta byrjaði bara á lítilli kaffistofu þar…

lesa meira

SORGLEGUR UNDIRTÓNN Í GLEÐINNI

Ég held að mjög margt gay fólk, lesbíur og hommar á þeim tíma hafi notað áfengi sem kvíðastillandi lyf. Og áfengisneyslan að því leyti þjónað allt öðrum tilgangi hjá okkur en venjulegu fólki. Þetta var ekki bara til að gera sér dagamun heldur til þess að fá sér kjark og…

lesa meira

ALNÆMIÐ SUNDRAÐI OKKUR

Enginn vissi nákvæmlega hvernig þetta myndi smitast og svo þurfti maður að vinna sjálfur í því gagnvart sínum vinum sem maður vissi að væri smitaður. Væri óhætt að kyssa þá bless? Allir voru að kyssast mikið á þessum tíma í samkynhneigðu fjölskyldunni. Maður þurfti að komast yfir það, væri allt…

lesa meira

HAFÐI ALDREI HEYRT ORÐIN

Ég er fædd og uppalin á Ísafirði, fædd árið 1955, þannig að þegar ég var að alast upp þá hafði ég aldrei heyrt orðið lesbía eða samkynhneigður eða varla hommi heldur. Þetta var algerlega framandi heimur sem var ekki til á þessum stað. Þannig að ég var skotin í strákum…

lesa meira

URÐU AÐ LEYFA HOMMA OG LESBÍU

Í kosningabaráttunni 1991 þá vorum við í Kvennalistanum með þessi mál nokkuð á dagskrá hjá okkur og vildum styðja við bakið á réttindabaráttu homma og lesbía og það sem að við gerðum meðal annars var að við boðuðum til fundar um þeirra mál. Og þá auglýstum við þann fund í…

lesa meira

ÍSLENDINGAR Í KAUPMANNAHÖFN MEÐ MINNI FORDÓMA

Þetta íslenska samfélag, Íslendinganýlendan í Kaupmannahöfn, þar þekktu allir alla og allir vissu deili hver á öðrum. Þetta voru að stærstum hluta til íslenskir námsmenn en þarna var líka talsverður fjöldi af fólki sem hafði hreinlega flúið frá Íslandi vegna sinnar kynhneigðar. Þetta voru samkynhneigðar konur og karlar sem að…

lesa meira

SKEMMTANALÍFIÐ FYRIR 1978

Ég [Guðni Baldursson] var rétt orðinn kunnugur yfirborði skemmtanalífsins, en raunverulega ekkert voðalega mikið inni í sjálfu aðalhommalífinu í bænum. Það var nokkrum árum fyrir 1978 sem ég fór svona aðeins að stunda skemmtistaðina, það var Klúbburinn og aðallega Klúbburinn. Það var nú gaman að fara á þessa staði og…

lesa meira

HOMMI OG LESBÍA Á RÚV Í FYRSTA SINN

Þegar ég fór að vinna uppi á [Ríkis]útvarpi 1991 þá var ennþá í gildi þetta bann um að auglýsa. Það mátti ekki segja lesbíur, hommar. Og það átti að vera lespa og hómi. Einhvers staðar heyrði ég einhvern af minni kynslóð útskýra það sem svo að breytingin hefði komið með…

lesa meira

ÞAÐ BRAST Á MEÐ ALLSKONAR KYNHNEIGÐ

Þessi þáttur, Í sannleika sagt, var á Ríkissjónvarpinu. Og kannski er fyrsta stóra sýnileikadæmið á sjónvarpi allra landsmanna. Og þetta system það er fólk í sal og fólkið í salnum eru bara hommar og lesbíur og pabbar þeirra og mömmur. Svo er panell þarna og einhverjar fjórar, fimm manneskjur, þar…

lesa meira
Back To Top