skip to Main Content

STOFNUN SAMTAKANNA

Það var þarna um veturinn ‘78, þá hafði verið stofnað félag sem hét Iceland Hospitality sem ég vissi um en tók engan þátt í. Og menn sem voru þar og fleiri menn sem höfðu margir búið til dæmis í Kaupmannahöfn og þekktu til félagsins þar. Þeir vildu fara að koma þessu á fastari fót. Og ég var meðal eitthvað 50-60 manns sem var boðaður á fund og þá voru held ég tveir, þrír undirbúningsfundir og á endanum voru nú miklu færri sem tóku þátt í að stofna félagið. Og svo voru langflestir mjög ókunnugir, og þekktu í raun bara þessa afþreyingarhlið og fáir sem höfðu hugsað útí að þetta yrði hagsmunafélag eða baráttufélag, sem ég vissi þá að þessi félög voru jafnan erlendis. En samtökin voru hagsmunafélag sem voru kannski búin að starfa í 30 ár en almenningur þekkti þau mest, þau ráku samkomustaði. Það var nú kannski vegna þess að ég þekkti þessa hlið á þessu, það lenti á mér að verða fyrsti formaður. Sem ég hafði alls ekki hugsað mér í upphafi.

Úr viðtali við Guðna Baldursson, 1997

Back To Top