skip to Main Content

MÁTTI EKKI FÁ UPPLÝSINGAR UM KONUNA SÍNA

En í viðbót kannski við þegar maður er að hugsa um, hver er fjölskylda þín, á þessum tímum þegar við vorum ekki neitt í augum samfélagsins. [...] Til dæmis ef að það kom upp á sko að viðkomandi, segjum að konan mín þurfti að fara á sjúkrahús og var mjög…

lesa meira

VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR MÆTTI

Ég man bara hvað mér þótti vænt um að Vigdís Finnbogadóttir kom [að fagna samvistarlögunum 1996]. Og hún hafði alltaf sýnt okkur velvilja. Hún átti vinkonu í næsta húsi við Samtökin ‘78 niðri á Lindargötu, mig minnir að hún hafi heitið Sigga, alla vega bjó hún í næsta húsi fyrir…

lesa meira

LÖGIN TÓKU GILDI Á GAY PRIDE

Þegar [nefndin] skilaði af sér þá var hugmyndin að lögin um staðfesta samvist tækju gildi 1. júlí 1996. Og okkur tókst að fá þau til að breyta dagsetningunni þannig að hún yrði á Gay Pride Day, 27. júní í staðinn.  [...] Þá er sem sagt gert frumvarp til laga og…

lesa meira

HJÓNABAND VAR EIGN KIRKJUNNAR

Nefndin sem sagt safnaði alls kyns vitnisburðum um stöðu og reynslu samkynhneigðra á Íslandi og Þorvaldur Kristinsson átti mikið af því efni. Hann var náttúrulega búinn að safna svo lengi sögum, reynslusögum. Síðan lágum við Guðni [Baldursson] yfir alls konar einmitt svona hvaða lög voru til, hvað var að gerast…

lesa meira

AIDS NEYDDI SAMFÉLAGIÐ TIL AÐ SJÁ OKKUR

 [...] Á þessum tíma sko ´87, ´88, ´89 - þú veist, það er náttúrulega ekkert komið af neinu tagi. Engin lög, ekki neitt. Við erum algerlega varnarlaus og aftur er það náttúrulega AIDSið sem að, og öll þessi veikindi, sem að beinlínis kannski reka samfélagið í áttina til þess að…

lesa meira

LINDARGATAN FYRSTI FASTI PUNKTURINN

Húsið var einhvern veginn algjör miðpunktur alls [...]. Það var langþráð félagsmiðstöð sem að var kjurr á sínum stað,  ekki eitthvert herbergi af og til einhverstaðar sem að var stundum hægt að fara í og stundum ekki. Það eru til þessar sögur af þessu í Garðastrætinu og Skólavörðustígnum og Brautarholtinu…

lesa meira

FYRSTA KONAN SEM VAR FORMAÐUR

Ég gekk í Samtökin 78 haustið 1987, þá er ég 22 [ára gömul]. Hafði verið aðeins úti á landi í smá svona hvíld frá háskólanáminu og kom aftur til Reykjavíkur til að byrja nýtt og meira spennandi líf, sem sagt með það fyrir augum að koma út. Og þá eru…

lesa meira

ANNA FRÍK

Árið ‘93 gaf ég út þessa bók;  Dagbók Önnu Frík og þetta var svona reynsla mín úr Samtökunum ['78] sett fram á frekar öfgafullan hátt. Svona setningar sem ég hafði heyrt hér og þar í partýjum og upplifanir og húmor sem ég hafði heyrt í gegnum árin. Þetta var svona…

lesa meira

FURÐULEG AFSTAÐA KIRKJUNNAR

Ég hef fengið það svar frá klerki einhvern tímann þegar ég var í erindi á vegum kirkjunnar að benda á að við teldum að það væri verið að neita okkur um þjónustu — þá benti nú einn klerkurinn á þetta „en þið eruð nú jörðuð.“ Skírnin og ferming það er…

lesa meira

TILFINNINGAÞRUNGIN STUND

Ég grét og hló á víxl í kringum gildistöku lagana, ég er ekki að ýkja. Og við vorum fleiri sem vorum ýmist á grát- eða hlátursstiginu. Á miðnætti þegar lögin gengu í gildi og við söfnuðumst saman í Fríkirkjunni — mikill fjöldi samkynhneigðra, vina og ættingja, kannski á annað hundrað…

lesa meira
Back To Top