skip to Main Content

RAUÐHÆRÐAR GRÆNMETISÆTUR Í NEFND

Formaður nefndarinnar reyndi hvað eftir annað að finna samanburðarhóp í þjóðfélaginu og heiminum. Ég man eftir gyðingum sem voru þá teknir sem mögulegur samanburðarhópur og ég man eftir grænmetisætum. Gyðingarnir voru þó fæddir svona, grænmetisætur, ég veit ekki hvort maður er fæddur til þess að vera grænmetisæta? Það er önnur…

lesa meira

ÖLL BRENNUVARGAR

Það voru ýmis ævintýri sem maður lenti í sem eru eiginlega skondin núna. Þetta er svo grátbroslegt. Það kom sérfræðingur í brunamálum til Íslands og hélt fyrirlestur á Brunamálastofnun. Fyrirlesarinn segir m.a. að pýrómanar, brennuvargar, séu oft kynferðislegir pervertar. Og það var greinilega samasemmerki, brennuvargar = sexuel pervertar = hommar…

lesa meira

ÁFALLAHJÁLP HVERS ANNARS

Í minningunni finnst mér alltaf að, mér finnst alltaf að lesbíurnar og hommarnir hafi staðið vaktina saman sko. Það var náttúrlega alltaf einhver svona kjarnafjölskylda af lesbíum og hommum sem að algjörlega stóðu vaktina alveg út til hins ýtrasta á þessum erfiðu tímum. En líka hitt sko, það voru fordómar…

lesa meira

SKEMMTANALÍFIÐ TÓK VIÐ SÉR

Það var ofsalega mikil opnun á þessum tíma upp úr 1990. Það má segja að alnæmið setti á ákveðinn hátt samkynhneigt fólk í sviðsljósið, beindi ákveðnu kastljósi að okkur. Það varð líka jákvætt á svo margan hátt að allt í einu fór fólk að hafa áhuga á lífi okkar og…

lesa meira

SORGLEGUR UNDIRTÓNN Í GLEÐINNI

Ég held að mjög margt gay fólk, lesbíur og hommar á þeim tíma hafi notað áfengi sem kvíðastillandi lyf. Og áfengisneyslan að því leyti þjónað allt öðrum tilgangi hjá okkur en venjulegu fólki. Þetta var ekki bara til að gera sér dagamun heldur til þess að fá sér kjark og…

lesa meira

STJÖRNURNAR Á MOULIN ROUGE

Ég var einmitt nýbúinn að vera í Rocky Horror, gerði Frank N' Furter í Rocky Horror í Iðnó. Leikfélag MH leigði Iðnó og Kolbrún Halldórs leikstýrði og það var algert kikk. Hver einasta sýning var alger sprenging og hún ómar eins og sprenging í hausnum á mér enn þann dag…

lesa meira

FÖGNUÐU SAMVISTARLÖGUM Á MIÐNÆTTI

Mér er minnisstæð athöfnin sem var um miðnættið daginn áður [en lögin um staðfesta samvist gengu í gegn 1996]. Þá stóðum við að því trúarhópurinn að halda messu í Fríkirkjunni og hún var haldin kl. hálftólf 26. [júní] þannig að þegar dagurinn 27. [júní] rann upp þá vorum við saman…

lesa meira

ÞINGSÁLYKTUN UM STÖÐU SAMKYNHNEIGÐRA Á ÍSLANDI

Síðan ákvað ég að taka upp þetta mál sem var reyndar gamalt þingmál frá 1985–1986 sem Vilmundur Gylfason hafði verið með um að stuðla að. [...] Þá ákvað ég að taka upp þetta mál og leggja fram þingsályktun sem fæli það í sér að íslenska ríkið beitti sér í því…

lesa meira

REIF SKÍRTEINIÐ SITT

Það kom þessi tillaga [árið 1993] um að breyta undirtitli Samtakanna úr Samtökin ‘78 - félag lesbía og homma á Íslandi yfir í Samtökin ‘78 - félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra á Íslandi, minnir mig það hafi verið. Og í forystu fyrir þessari tillögu var vinur minn og góður félagi af…

lesa meira

HOMMI OG LESBÍA Á RÚV Í FYRSTA SINN

Þegar ég fór að vinna uppi á [Ríkis]útvarpi 1991 þá var ennþá í gildi þetta bann um að auglýsa. Það mátti ekki segja lesbíur, hommar. Og það átti að vera lespa og hómi. Einhvers staðar heyrði ég einhvern af minni kynslóð útskýra það sem svo að breytingin hefði komið með…

lesa meira
Back To Top