skip to Main Content

ÍSLENSK-LESBÍSKA

Við stofnuðum Íslensk-lesbíska, skammstafað ÍL, á einhverjum tímapunkti þegar við vorum nokkrar róttækar stelpur sem fannst hommarnir ráða fullmiklu í Samtökunum. Við vorum fámennari, við vorum minna áberandi. Alþjóðasamtökin ILGA voru nýbúin að beina þeim tilmælum til aðildarfélaganna sinna að telja alltaf lesbíur upp á undan hommunum í nafni og…

lesa meira

ALNÆMIÐ FLÝTTI FYRIR

Það var nefnilega ekki hamingja okkar sem hreyfði mest við löggjafanum. Það var óhamingjan og dauðinn, sjúkdómurinn alnæmi. Það hafði langmest áhrif á það að samviska þjóðanna, þar á meðal Íslands, vaknaði. Sá raunveruleiki að við vorum veik, menn voru deyjandi, fjölskyldur voru enn á dánarbeði einhvers hommans að halda…

lesa meira

ORSÖK OG AFLEIÐING

  Það er auðvitað ekki löggjafanum að þakka að lesbíur og hommar eru til, eða við búum saman eða eignumst börn eða ættleiðum börn eða hvað við gerum. Lögin hafa alltaf komið sem staðfesting á raunveruleika sem við höfum skapað. Lesbíur bara fundu leið til að vera ófrískar og fólk…

lesa meira

ERFIÐAST AÐ VITA AF FÓLKI Í FELUM

Samtökin ‘78 voru á þessum árum [fyrri hluta 9. áratugarins] lítið félag. Við töldum þrjátíu manns. Þau voru lítið annað en póstkassi, menn hittust á heimili formanns, héldu fundi þar og þar var oft mjög gaman að vera en öll hópmyndun var mjög veik og lítt sýnileg. Svo hittist þessi…

lesa meira

ÞOLDI EKKI UMRÆÐUNA

Mér finnst hin pólitíska umræða líka mjög þröng. Hún snerist mjög mikið um áþreifanleg réttindi en miklu minna um þörf okkar til að mynda tengsl hvort við annað og hommar og lesbíur áttu í rauninni ósköp lítil samskipti nema eftir að sól var sest og þá gjarnan yfir glasi. Þetta…

lesa meira

ÚR FELUM

Það er eitt sem mér dettur í hug en það er um þessa staðalímynd af lesbíu. Þegar þú spyrð um þetta -  þegar ég ákvað að koma úr felum … ég bara gat ekki meir. Leikritið var búið að ganga of lengi og það var bara tímabært að ganga fram…

lesa meira

MISSTU AF FÉLAGSSKAP LESBÍA OG HOMMA

Samtökin … auðvitað hafði maður kannski heyrt þetta en þetta var ekkert sem hafði gripið mann því á þessum sama tíma '78 þá er ég fréttamaður hjá útvarpinu. Kannski hef ég skrifað frétt um stofnun samtakanna því að mig rámar í það að einhvern tímann skrifaði ég einhverja frétt um…

lesa meira

HEIMAVISTIN Á LAUGARVATNI

Nú tíminn á Laugarvatni. Þarna erum við í heimavist þannig að þetta er nokkuð náið sambýli. Ég er þarna...flestir nemendur eru þarna með gagnfræðapróf eða landspróf já eða verslunarskólapróf, ég er hins vegar búin með kennaraskólann þannig að aftur er ég kannski litin hornauga, að ég sko líti svo stórt…

lesa meira

HÚSFREYJAN HÉLT VIÐ VINNUKONUNA

Bara svona dæmi að þegar ég er fréttamaður hjá útvarpinu þá er enn þá sá tími að það mátti ekki segja hommi. Það varð að segja kynvillingur. Ég byrja í fréttamennsku ‘74 eftir að hafa lokið náminu við háskólann. En þegar þú minnist á þetta, að konur og allt það…

lesa meira

ÁSTFANGIN AF KONU

Þegar ég er komin í kennaraskólann þá töldu víst margir að ég ætti kærasta og þeir hafa kannski líka stundum haldið að við gætum gengið veginn saman. En alla jafna kom ég mér þá undan ef slíkt tal bar á góma að ég hefði ekki áhuga á að binda mig,…

lesa meira
Back To Top