Við tókum höndum saman og úr þessu varð mikill sigurdagur sem skiptir sköpum fyrir sögu okkar. Því þar virkjuðum við á einn eða annan hátt það samkynhneigða fólk sem annars sést aldrei. Það fékk sitt hlutverk, sína merkingu í menningu okkar. Það kom á göturnar, það bar sína borða, […] sumir smíðuðu vagna, aðrir máluðu, enn aðrir saumuðu búninga. Og ég held að Hinsegindagar í Reykjavík, hvað sem líður öðru starfi, hafi haft hvað mesta þýðingu fyrir sjálfsvirðingu þeirrar kynslóðar sem getur eiginlega talist börnin mín.
Þorvaldur Kristinsson, 2016