21. öldin
Gleðigangan nær gríðarlegum vinsældum. Alþingi breytir hjúskaparlögum og heimilar hjónabönd fólks af sama kyni. Málefni trans einstaklinga komast á dagskrá. Jóhanna Sigurðardóttir verður fyrsti samkynhneigði einstaklingur heims til að leiða ríkisstjórn, þegar hún tekur við sem forsætisráðherra Íslands árið 2009.
2000
Gay Pride byrjar af fullum krafti og fyrsta gleðigangan fer fram í Reykjavík. Gleðigangan verður fljótt einn vinsælasti samfélagsviðburður Íslendinga, þar sem tugþúsundir koma saman til að fagna ástinni.
2003
Nefnd á vegum Alþingis er skipuð um tæknifrjóvgana- og ættleiðingarmál samkynhneigðra. Þorvaldur Kristinsson og Anni Haugen sitja í nefndinni fyrir hönd Samtakanna ’78 .
2003
FAS, Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, eru stofnuð. FAS átti eftir að taka slaginn við kirkjuna næstu ár, fyrir hönd ástvina sinna. Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra er félag þeirra sem eiga börn, systkini, foreldra, ættingja eða vini sem eru hinsegin – hommar, lesbíur, tvíkynhneigð eða transgender.

2005
Hinsegin Bíódagar var lítil kvikmyndahátíð sem haldin var nokkrum sinnum á þessum árum. Árið 2006 var ákveðið að setja málefni transfólks í fókus. Susan Stryker er boðið til Íslands og Krumma Films framleiðir heimildarmyndina Transplosive um það hvernig er að vera trans á Íslandi en trans einstaklingar höfðu verið nánast ósýnilegur hópur fram að þessu.
2006
Tillögur nefndarinnar eru samþykktar og gerðar eru breytingar á lögum sem heimila samkynhneigðum að ættleiða börn og fara í tæknifrjóvgun.
2007
Trans Ísland, félag trans einstaklinga á Íslandi er stofnað og verður hluti af regnhlíf Samtakanna ’78.
2009
Jóhanna Sigurðardóttir verður fyrsta opinberlega samkynhneigða manneskja heims til að leiða ríkisstjórn þegar hún tekur við embætti forsætisráðherra 1. febrúar. Íslenskir fjölmiðlar látast ekki taka eftir þeirri merku staðreynd en heimspressan þeytir lúðra.

2010
Hjúskaparlögum var breytt þannig að nú gilda ein hjúskaparlög fyrir alla og samkynhneigðir geta nú látið vígja sig í hjónaband í kirkju.
Þjóðkirkjan var tregust í taumi. Í sjónvarpsviðtali á NFS árið 2006 lét Karl Sigurbjörnsson, þáverandi biskup, þau ummæli um hjónabönd samkynhneigðra falla „að hjónabandið eigi það inni hjá okkur að við köstum því ekki á sorphauginn alveg, án þess að hugsa okkar gang“.
Árið 2007 lagði Karl svo fram tillögu á Kirkjuþingi þar sem lögð var áhersla á að staðið yrði áfram við hefðbundin skilning Þjóðkirkjunnar á hjónabandinu og því ekki gert ráð fyrir að samkynhneigðir einstaklingar gætu gengið í hjónaband.
Lagabreytingarnar náðu þó fram að ganga en fulltrúar Þjóðkirkjunnar settu það skilyrði að prestar hefðu svokallað „samviskufrelsi“ þegar kemur að giftingum samkynhneigðra, þ.e. að þeir mættu synja samkynhneigðum um hjónavígslu í kirkju.
Allt fram til 2015 héngu svo sumir prestar á þessu svokallaða „samviskufrelsi“ en þá loksins ályktaði Kirkjuþing að prestum þjóðkirkjunnar væri ekki heimilt að synja tveimur einstaklingum hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar.
VIÐTÖL
ÖNNUFÉLAGIÐ
[Trans-Ísland] var fyrst kallað Önnufélagið af því að þá kom Anna Jonna sem hafði búið í Danmörku og Færeyjum. Og…
FREKAR ÚT AF PÓLITÍK EN LESBISMA
Ég varð ekki fyrir aðkasti, hvorki frá fjölskyldu minni eða einstaklingum hér í Eyjum út af því að ég væri…
EKKI Í FELUM Í REYKJAVÍK
Ég flutti aðallega vegna þess að ég var ástfangin og ákvað það að sú manneskja sem ég var ástfangin í…
EIN Í SAMTÖKUNUM
Það var búið að stofna Samtökin ‘78 og ég þekkti þessa stráka. Við töluðum svolítið saman og ég var eina…
HEILDSALI Á LÍNUNNI
Ég held að uppáhalds sagan mín sé sagan um manninn sem hringdi í hana Jónínu Leósdóttur sem að þá var…
RAUÐHÆRÐAR GRÆNMETISÆTUR Í NEFND
Formaður nefndarinnar reyndi hvað eftir annað að finna samanburðarhóp í þjóðfélaginu og heiminum. Ég man eftir gyðingum sem voru þá…
ÖLL BRENNUVARGAR
Það voru ýmis ævintýri sem maður lenti í sem eru eiginlega skondin núna. Þetta er svo grátbroslegt. Það kom sérfræðingur…
ÁFALLAHJÁLP HVERS ANNARS
Í minningunni finnst mér alltaf að, mér finnst alltaf að lesbíurnar og hommarnir hafi staðið vaktina saman sko. Það var…
TUTTUGU MANNS GREINDUST 2016
Það voru að greinast tuttugu manns í fyrra [2016] HIV jákvæðir. Sem er svona næstum því jafn stór tala og…
DAUÐVONA AÐ MÁLA ELDHÚSIÐ
Ég hélt alltaf í vonina með það að þrátt fyrir að vera kominn með alnæmi á lokastigi á þeim tíma…
ENNÞÁ STÖDD Í GLÆPNUM
Ég gerði mér grein fyrir því þegar Guðrún Ögmundsdóttir boðaði breytingatillögu sína [um að bæta við kirkjubrúðkaupum] við hið stóra…
SKEMMTANALÍFIÐ TÓK VIÐ SÉR
Það var ofsalega mikil opnun á þessum tíma upp úr 1990. Það má segja að alnæmið setti á ákveðinn hátt…
SORGLEGUR UNDIRTÓNN Í GLEÐINNI
Ég held að mjög margt gay fólk, lesbíur og hommar á þeim tíma hafi notað áfengi sem kvíðastillandi lyf. Og…
ALLIR AÐ DANSA ALLSBERIR Í KRINGUM JÓLATRÉ
Ég kom á vettvang Samtakanna þegar ég var 16–17 ára. Þá voru Samtökin á Lindargötunni, litla gula húsinu á Lindargötunni.…
STJÖRNURNAR Á MOULIN ROUGE
Ég var einmitt nýbúinn að vera í Rocky Horror, gerði Frank N' Furter í Rocky Horror í Iðnó. Leikfélag MH…
ÞYRSTIR AÐ VITA MEIRA UM KYNLÍF SAMKYNHNEIGÐRA
Fólk þyrstir svo óskaplega í upplýsingar um kynlíf samkynhneigðra. Það var, og það er, í rauninni það fyrsta sem gagnkynhneigt…
EKKI EINN Í HEIMINUM Á BÓKASAFNINU
Náungi sem ég varð ástfanginn af hvatti mig til að fara upp í Samtökin ‘78, þótt það væri ekki nema…
FÖGNUÐU SAMVISTARLÖGUM Á MIÐNÆTTI
Mér er minnisstæð athöfnin sem var um miðnættið daginn áður [en lögin um staðfesta samvist gengu í gegn 1996]. Þá…
HÆTTU UM LEIÐ OG HÓTELIÐ HÆTTI
Íslensk-lesbíska lagðist í raun niður um leið og Hótel Vík lagðist niður. Þá höfðum við ekki lengur herbergi. Síðan voru…
TABÚ Í RAUÐSOKKAHREYFINGUNNI
Það er mjög sérstakt hér á landi. Rauðsokkahreyfingin er stofnuð 1971 og er öflugasta kvennahreyfingin hér á landi alveg þangað…
EINS OG HEILDSÖLUFYRIRTÆKI
Árið 1986 stofnuðum við Íslensk-lesbíska sem var auðvitað mikilvægt skref. Þannig var að við tókum okkur saman nokkrar lesbíur og…
ALNÆMIÐ SUNDRAÐI OKKUR
Enginn vissi nákvæmlega hvernig þetta myndi smitast og svo þurfti maður að vinna sjálfur í því gagnvart sínum vinum sem…
ALDREI HAPPY END
Mig vantaði algerlega [fyrirmyndir]. Þessar stelpur sem ég kynntist í samtökunum voru flestar yngri en ég - og auðvitað getur…
ÞARNA MÁTTI DANSA VIÐ STELPU
Ég man alltaf þegar fyrsta vinkona mín úr þessum hópi sagði: Ég ætla bara að fara að viðurkenna að ég…
FRELSUN AÐ VERA MEÐ FÓLKI SEM VAR EINS OG ÉG
Fyrsti maðurinn sem að kemur í opinbert viðtal var Hörður Torfason 1974 eða 1975, þannig að þá vissi maður um…
HAFÐI ALDREI HEYRT ORÐIN
Ég er fædd og uppalin á Ísafirði, fædd árið 1955, þannig að þegar ég var að alast upp þá hafði…
ÞINGSÁLYKTUN UM STÖÐU SAMKYNHNEIGÐRA Á ÍSLANDI
Síðan ákvað ég að taka upp þetta mál sem var reyndar gamalt þingmál frá 1985–1986 sem Vilmundur Gylfason hafði verið…
URÐU AÐ LEYFA HOMMA OG LESBÍU
Í kosningabaráttunni 1991 þá vorum við í Kvennalistanum með þessi mál nokkuð á dagskrá hjá okkur og vildum styðja við…
ÍSLENDINGAR Í KAUPMANNAHÖFN MEÐ MINNI FORDÓMA
Þetta íslenska samfélag, Íslendinganýlendan í Kaupmannahöfn, þar þekktu allir alla og allir vissu deili hver á öðrum. Þetta voru að…
KVENNAHREYFINGIN ALDREI ANDSNÚIN SAMKYNHNEIGÐUM
Kvennahreyfingin var aldrei andsnúin hreyfingu samkynhneigðra. Ég varð aldrei vör við það í umræðu innan kvennahreyfingarinnar annað en að fólk…
LESBÍA NOTAÐ SEM SKAMMARYRÐI
Þetta var bara ekki rætt mjög opinskátt, það verður bara að segja það eins og það er. Það var kannski…
BRÉFUNUM VAR EKKI SVARAÐ
Iceland Hospitality skildist mér, var eitthvað sem ég kom aldrei nálægt en menn stóðu hér að, einhverju bréfahólfi og auglýst um…
FYRSTU SKREFIN
Árið ‘80, þá leigðum við litla kytru niðri í Garðastræti og þar var opið hús tvisvar í viku. Pínulitla og loftlausa…
STOFNUN SAMTAKANNA
Það var þarna um veturinn ‘78, þá hafði verið stofnað félag sem hét Iceland Hospitality sem ég vissi um en…
SKEMMTANALÍFIÐ FYRIR 1978
Ég [Guðni Baldursson] var rétt orðinn kunnugur yfirborði skemmtanalífsins, en raunverulega ekkert voðalega mikið inni í sjálfu aðalhommalífinu í bænum.…
REIF SKÍRTEINIÐ SITT
Það kom þessi tillaga [árið 1993] um að breyta undirtitli Samtakanna úr Samtökin ‘78 - félag lesbía og homma á…
DAVÍÐ ODDSSON KIPPTI Í SPOTTA
Sko, segja það sem segja vill um Davíð Oddsson. Hann var ungur stjórnmálamaður, hann var ungur borgarstjóri, og seinna þingmaður…
TVÍKYNHNEIGÐIN VAR VIÐKVÆMT MÁL
Þetta með tvíkynhneigðina, sko það var fyrst byrjað að tala um að við mættum ekki hafa þetta svona þröngt, það…
HOMMI OG LESBÍA Á RÚV Í FYRSTA SINN
Þegar ég fór að vinna uppi á [Ríkis]útvarpi 1991 þá var ennþá í gildi þetta bann um að auglýsa. Það…
ÞAÐ BRAST Á MEÐ ALLSKONAR KYNHNEIGÐ
Þessi þáttur, Í sannleika sagt, var á Ríkissjónvarpinu. Og kannski er fyrsta stóra sýnileikadæmið á sjónvarpi allra landsmanna. Og þetta…
Krummafilms, Gufunesvegur 1, 112 Reykjavík, IS, sími: +354 821 1110 www.krummafilms.com