skip to Main Content

21. öldin

Gleðigangan nær gríðarlegum vinsældum. Alþingi breytir hjúskaparlögum og heimilar hjónabönd fólks af sama kyni. Málefni trans einstaklinga komast á dagskrá. Jóhanna Sigurðardóttir verður fyrsti samkynhneigði einstaklingur heims til að leiða ríkisstjórn, þegar hún tekur við sem forsætisráðherra Íslands árið 2009. 

2000

Gay Pride byrjar af fullum krafti og fyrsta gleðigangan fer fram í Reykjavík. Gleðigangan verður fljótt einn vinsælasti samfélagsviðburður Íslendinga, þar sem tugþúsundir koma saman til að fagna ástinni.

Guðrún og Rósi
egg

2003

Nefnd á vegum Alþingis er skipuð um tæknifrjóvgana- og ættleiðingarmál samkynhneigðra. Þorvaldur Kristinsson og Anni Haugen sitja í nefndinni fyrir hönd Samtakanna ’78 .

2003

FAS, Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, eru stofnuð. FAS átti eftir að taka slaginn við kirkjuna næstu ár, fyrir hönd ástvina sinna. Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra er félag þeirra sem eiga börn, systkini, foreldra, ættingja eða vini sem eru hinsegin – hommar, lesbíur, tvíkynhneigð eða transgender.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Transplosive plakat

2005

Hinsegin Bíódagar var lítil kvikmyndahátíð sem haldin var nokkrum sinnum á þessum árum. Árið 2006 var ákveðið að setja málefni transfólks í fókus. Susan Stryker er boðið til Íslands og Krumma Films framleiðir heimildarmyndina Transplosive um það hvernig er að vera trans á Íslandi en trans einstaklingar höfðu verið nánast ósýnilegur hópur fram að þessu.

2006

Tillögur nefndarinnar eru samþykktar og gerðar eru breytingar á lögum sem heimila samkynhneigðum að ættleiða börn og fara í tæknifrjóvgun.

baby-1629091_1280
TRANS

 Gay Pride, 2013. Ljósmynd: mbl.is

2007

Trans Ísland, félag trans einstaklinga á Íslandi er stofnað og verður hluti af regnhlíf Samtakanna ’78.

2009

Jóhanna Sigurðardóttir verður fyrsta opinberlega samkynhneigða manneskja heims til að leiða ríkisstjórn þegar hún tekur við embætti forsætisráðherra 1. febrúar. Íslenskir fjölmiðlar látast ekki taka eftir þeirri merku staðreynd en heimspressan þeytir lúðra.

jóhanna
Prestathing

Prestaþing Þjóðkirkjunnar, 2008

2010

Hjúskaparlögum var breytt þannig að nú gilda ein hjúskaparlög fyrir alla og samkynhneigðir geta nú látið vígja sig í hjónaband í kirkju.

Þjóðkirkjan var tregust í taumi. Í sjónvarpsviðtali á NFS árið 2006 lét Karl Sigurbjörnsson, þáverandi biskup, þau ummæli um hjónabönd samkynhneigðra falla „að hjónabandið eigi það inni hjá okkur að við köstum því ekki á sorphauginn alveg, án þess að hugsa okkar gang“.

Árið 2007 lagði Karl svo fram til­lögu á Kirkju­þingi þar sem lögð var áhersla á að staðið yrði áfram við hefð­bundin skiln­ing Þjóð­kirkj­unnar á hjóna­band­inu og því ekki gert ráð fyrir að sam­kyn­hneigðir ein­stak­lingar gætu gengið í hjóna­band.

Lagabreytingarnar náðu þó fram að ganga en fulltrúar Þjóðkirkjunnar settu það skilyrði að prestar hefðu svokallað „samviskufrelsi“ þegar kemur að giftingum samkynhneigðra, þ.e. að þeir mættu synja samkynhneigðum um hjónavígslu í kirkju.

Allt fram til 2015 héngu svo sumir prestar á þessu svokallaða „samviskufrelsi“ en þá loksins ályktaði Kirkjuþing að prestum þjóðkirkjunnar væri ekki heimilt að synja tveimur einstaklingum hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar.

VIÐTÖL

                  Krummafilms, Gufunesvegur 1, 112 Reykjavík, IS, sími: +354 821 1110                  www.krummafilms.com                  

21. ÖLDIN

Back To Top