skip to Main Content

HEIMILISLÍF

Heimilið var að því leyti til afslappað. Það var enginn húsbóndi. Það truflaði ekki og það var dálítið um það að kunningjar okkar og jafnvel nemendur kæmu í heimsókn til okkar kannski til að létta á hjarta sínu, ekki beint til að sækja ráð en þó kannski. Við náttúrulega höfum lengi starfað við kennslu, umgengist nemendur á öllum aldri, alveg frá því að hafa kennt báðar við Ísaksskóla og alveg uppúr. Og ég held að ég sé ekki að skrökva neinu þó að ég segi að heimilislífið var frekar afslappað. En við höfðum náttúrulega sitt hvort herbergið og stundum ef það komu gestir óvænt eða einhver kom sem gat oft gerst þá, það var ekki alltaf hringt á undan, þá voru kannski einhver smáhlaup með sængur á milli herbergja. 

 

 

Back To Top