Kvikmyndahátíðin Hinsegin bíódagar var haldin í fyrsta sinn í Reykjavík árið 1995. Kristín Ómarsdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður áttu frumkvæði að þessari nýjung í íslensku menningarlífi. Kristín skynjaði þörfina á Íslandi fyrir slíkan viðburð og Hrafnhildur átti heimangengt að leggja drög að dagskrá að slíkum viðburði en hún hafði þá dvalið við nám og störf í San Fransisco í rúman áratug og þekkti náið framkvæmd slíkra hátíða sem þá höfðu fyrir löngu rutt sér til rúms í stórborgum vestan hafs og austan og haft ómæld áhrif á vitundar- og menningarlíf samkynhneigðra og annars hinsegin fólks. Til að gera hátíðina að veruleika tók Hrafnhildur höndum saman við Samtökin ´78 og úr var lítil en athyglisverð hátíð sem átti þó við ýmsa örðugleika að stríða og vó þar þyngst skortur hátíðarinnar á fé til framkvæmda.
Árið 2004 hafði Hrafnhildur flust heim til Íslands og leitaði þá aftur liðsinnis Samtakanna ´78. Í félagi við hóp sjálfboðaliða tókst henni að efna til glæsilegrar kvikmyndahátíðar undir heitinu frá 1995, en brátt urðu Hinsegin bíódagar sjálfstæð félagasamtök. Ýmsir styrktaraðilar komu að framkvæmdinni og munaði þar mestu um framlag kvikmyndahússins Regnbogans sem hafði aldrei í sögu sinni kynnst jafn áhugasömu og stjórnsömu fólki og starfsfólki hátíðarinnar. Meðal annarra styrktaraðila má nefna Reykjavíkurborg, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Bandaríska sendiráðið á Íslandi og flugfélagið Iceland Express. Mikill undirbúningur lá að baki hátíðinni við að velja kvikmyndir til sýningar og sótti starfsfólk hennar erlendar hátíðir í London, Berlín og San Francisco til að standa sem best að valinu.
Hinsegin bíódagar stóðu í ellefu daga í mars 2004 og fengu mikla kynningu í fjölmiðlum. Þar voru sýndar þrettán kvikmyndir í fullri lengd auk tveggja safna stuttmynda, en það form kvikmynda hefur löngum notið mikilla vinsælda meðal hópsins sem þeim er einkum ætlað að höfðu til. Þar var einnig sýnd kvikmynd þeirra Hrafnhildar Gunnarsdóttur og Þorvaldar Kristinssonar, Hrein og bein, sem þá þegar hafði lagt upp í glæsta för um kvikmyndahátíðir heimsins. Á Hinsegin bíódaga var boðið fáeinum heiðursgestum úr hópi þeirra sem hlut áttu að verkum hátíðarinnar, gefið var út veglegt dagskrárrit, vefsíða fór í loftið og dómnefnd veitti verðlaun fyrir bestu kvikmyndir í flokki leikinna mynda, heimildarmynda og stuttmynda. Aðsókn fór fram úr björtustu vonum en alls sóttu um 1300 manns sýningarnar og alls lögðu um tuttugu manns fram krafta sína í störfum sjálfboðaliða.
Í mars 2006 var leikurinn endurtekinn á svipuðum nótum og áður, og nú í nánu samstarfi við Samtökin ´78 og stúdentafélagið FSS. Að þessu sinni var boðið til tíu daga veislu, sýndar voru níu leiknar kvikmyndir í fullri lengd og ellefu heimildarmyndir auk þrettán stuttmynda, alls frá tólf þjóðlöndum. Tvær myndir eftir Íslendinga voru þar á dagskrá, Transplosive eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur og Einu sinni var … kynvilla eftir Evu Maríu Jónsdóttur. Sem fyrr leitaði starfsfólk hátíðarinnar fanga á kvikmyndahátíðum heimsins, gefið var út dagskrárit og vefsíða var með sama sniði og áður. Ekki skorti athygli og áhuga fjölmiðla og alls sóttu um 1450 manns hátíðina. Dómnefnd veitti verðlaun fyrir bestu leiknu myndina, bestu heimildarmyndina og bestu stuttmyndina. Sérstaka athygli vakti hve heimildamyndir hátíðarinnar nutu mikillar aðsóknar og vinsælda gesta.
Í fjórða sinn voru Hinsegin bíódagar haldnir í samvinnu við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík – RIFF árið 2008. Það var gert að hætti erlendra hátíða í von um að ná til fleiri gesta og rjúfa þá einangrun sem oft vill umlykja hinsegin kvikmyndagerð. Framlag Hinsegin bíódaga til RIFF naut ágætrar aðsóknar en missti þó marks um margt og söknuðu margir þess góða hópeflis sem myndast hafði um hátíðirnar í Regnboganum á fyrri árum. Síðan hafa Hinsegin bíódagar ekki verið haldnir.
Of langt mál er upp að telja upp allt það merka hugsjónafólk sem vann að Hinsegin bíódögum og skiptir nokkrum tugum. Þó skal hér nefndur Jankees Boer, stórnandi Rosen Filmdagen í Amsterdam, sem reyndist óþreytandi liðsmaður hátíðarinnar með dýrmætum ráðleggingum og nærveru sinni á hátíðunum 2004 og 2006.
SÖGUBROT
EYRU YFIRVALDA
Hommar og lesbíur fengu eyru yfirvalda og stjórnmálamanna þarna á níunda áratugnum oft í tengslum við þetta á einhvern hátt.…
ENGIN FRAMTÍÐARPLÖN
Það er mikill misskilningur að allir haldi að við höfum bara verið hér haldandi í hendur og grátandi og alveg…
SENDUR TIL GEÐLÆKNIS
Það sem að maður þakkaði fyrir stuðninginn sem að maður fékk á þeim árum hvort sem að maður var með…
AÐSTANDENDUR EINS OG LEYNIHÓPUR
Ég held að þetta hafi reynt gríðarlega á fólk sem að stóð í þessu með sínum ástvinum á þessum tíma…
VERRA EN AÐ DEYJA
Hommi kemur heim frá útlöndum, hann er veikur, hann hefur aldrei sagt fjölskyldu sinni einu sinni að hann væri hommi.…
PASSAÐI ALDREI INN
Nema það að svo koma líkflutningsmenn, þurfa að koma og sækja hann [Sigurgeir Þórðarson]. Og það var búið að pakka…
HRÆÐSLAN ÖLLU YFIRSTERKARI
Þetta var hræðilega erfiður tími í samfélaginu hér að eiga ættingja sem var að deyja úr þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Hann…
EKKI OF NÁLÆGT HÚSASUNDUM
Maður passaði sig að fara ekki of nálægt húsasundum og öngstrætum í Reykjavík því maður vissi af því að það…
ÞRIÐJA FLOKKS VERUR
Sko, það gerist þegar að alnæmisveiran er uppgötvuð og þessi hystería sem fer í gang um að þetta sé hommasjúkdómur,…
KEYRÐ UPP Í ÖSKJUHLÍÐ UM NÓTT
Ég var að koma af 22 og var á leiðinni heim og var hérna, þá stoppar löggan mig og bað…
DÝPRI GRÖF EN AÐ VERA KONA
Kvennabaráttan er mjög merkileg og hefur verið mjög merkileg fyrir samkynhneigða á Íslandi, á vissan hátt. Rauðsokkurnar og Kvennaframboðið og…
ÞÁ FER FÓLK AÐ SÝNA KLÆRNAR
Umburðarlyndið er alltaf þegar við höfum efni á því, þegar að við getum leyft okkur að vera umburðarlynd, af því…
BLINDUR Í HJÓLASTÓL AÐ SKEMMTA SÉR
Trixie var einn af þessum mönnum sem að ég leit mjög upp til og ég tala nú ekki um eftir…
MENN ÞURFA AÐ VERJA SITT SVÆÐI
Ég treysti ekki á óbreytt ástand. Það er ekkert sem heitir óbreytt ástand það er bara heimurinn er breytilegur frá…
STRAIGHT FRIENDLY SKEMMTISTAÐIR
Við fórum oft saman á böllin og líka upp í Samtök og við vorum að hitta hérna fólkið, þá hittumst…
ALDREI TALAÐ UM DÁNARORSÖKINA
Það var engin von. Ef þú fékkst dóminn þá það var ekkert nema bara dauðinn sem beið þín og ég…
EKKI BARA SJÚKDÓMUR HOMMA
Það var alltaf erfitt að fá fólk til að starfa í stjórn Alnæmissamtakanna og hérna og vinna þar. Mér fannst…
BRENNIMERKTIR OG KASTAÐ BURT
Svona í miðri gleði þá fer að skjóta upp þessi orðrómur að menn eru farnir að veikjast af einhverjum hérna…
ÞRÍR STÓLAR OG EITT BORÐ
Aðal deiglumálin hjá Samtökunum ’78, það var bara að koma úr felum. Að þurfa ekki að vera að læðupokast einhvers…
LESBÍA AFTUR ORÐIÐ SKAMMARYRÐI
Ég er nú búin að heita allskonar nöfnum þú veist, kynhverf og kynvillt og samkynhneigð og öll þessi orð sem…
RÖK GEGN ALMENNRI SKYNSEMI
Í allri umræðunni, var ekkert stórkostlegra en að fá einhvern sem að kom með rök sem gengu gegn allri almennri…
TILFINNINGATÆP EN EKKI TVÍTÓLA
Ég var í Gagnfræðaskóla Akureyrar, merkileg stofnun ef þú þekkir hana ekki, á þeim tíma og það var ein stúlka…
VONA AÐ ÉG HAFI EKKI SKAÐAÐ NEINN
Á þessum árum að þá var ekki bara samkynhneigt fólk sem hringdi í símatímunum, það var fólk í allskonar vandræðum,…
NÁNAST EINS OG SAUMAKLÚBBUR
Á þessum árum vorum við sem allir aðrir ofurvarkárir í þessum málum. Það mátti ekki blettur falla á þessi samtök…
ÖNNUFÉLAGIÐ
Trans-Ísland var fyrst kallað Önnufélagið af því að þá kom Anna Jonna sem hafði búið í Danmörku og Færeyjum. Og…
FREKAR ÚT AF PÓLITÍK EN LESBISMA
Ég varð ekki fyrir aðkasti, hvorki frá fjölskyldu minni eða einstaklingum hér í Eyjum út af því að ég væri…
EKKI Í FELUM Í REYKJAVÍK
Ég flutti aðallega vegna þess að ég var ástfangin og ákvað það að sú manneskja sem ég var ástfangin í…
EIN Í SAMTÖKUNUM
Það var búið að stofna Samtökin ‘78 og ég þekkti þessa stráka. Við töluðum svolítið saman og ég var eina…
HEILDSALI Á LÍNUNNI
Ég held að uppáhalds sagan mín sé sagan um manninn sem hringdi í hana Jónínu Leósdóttur sem að þá var…
RAUÐHÆRÐAR GRÆNMETISÆTUR Í NEFND
Formaður nefndarinnar reyndi hvað eftir annað að finna samanburðarhóp í þjóðfélaginu og heiminum. Ég man eftir gyðingum sem voru þá…
ÖLL BRENNUVARGAR
Það voru ýmis ævintýri sem maður lenti í sem eru eiginlega skondin núna. Þetta er svo grátbroslegt. Það kom sérfræðingur…
ÁFALLAHJÁLP HVERS ANNARS
Í minningunni finnst mér alltaf að, mér finnst alltaf að lesbíurnar og hommarnir hafi staðið vaktina saman sko. Það var…
TUTTUGU MANNS GREINDUST 2016
Það voru að greinast tuttugu manns í fyrra [2016] HIV jákvæðir. Sem er svona næstum því jafn stór tala og…
DAUÐVONA AÐ MÁLA ELDHÚSIÐ
Ég hélt alltaf í vonina með það að þrátt fyrir að vera kominn með alnæmi á lokastigi á þeim tíma…
ENNÞÁ STÖDD Í GLÆPNUM
Ég gerði mér grein fyrir því þegar Guðrún Ögmundsdóttir boðaði breytingatillögu sína [um að bæta við kirkjubrúðkaupum] við hið stóra…
SKEMMTANALÍFIÐ TÓK VIÐ SÉR
Það var ofsalega mikil opnun á þessum tíma upp úr 1990. Það má segja að alnæmið setti á ákveðinn hátt…
SORGLEGUR UNDIRTÓNN Í GLEÐINNI
Ég held að mjög margt gay fólk, lesbíur og hommar á þeim tíma hafi notað áfengi sem kvíðastillandi lyf. Og…
ALLIR AÐ DANSA ALLSBERIR Í KRINGUM JÓLATRÉ
Ég kom á vettvang Samtakanna þegar ég var 16–17 ára. Þá voru Samtökin á Lindargötunni, litla gula húsinu á Lindargötunni.…
STJÖRNURNAR Á MOULIN ROUGE
Ég var einmitt nýbúinn að vera í Rocky Horror, gerði Frank N' Furter í Rocky Horror í Iðnó. Leikfélag MH…
ÞYRSTIR AÐ VITA MEIRA UM KYNLÍF SAMKYNHNEIGÐRA
Fólk þyrstir svo óskaplega í upplýsingar um kynlíf samkynhneigðra. Það var, og það er, í rauninni það fyrsta sem gagnkynhneigt…
Krummafilms, Gufunesvegur 1, 112 Reykjavík, IS, sími: +354 821 1110 www.krummafilms.com