skip to Main Content

HENT ÚT ÚR ÍBÚÐINNI

Ég var í minni fyrstu sambúð með konu – þá ætlaði ég að flytja inn til hennar og það var nokkuð sem við vorum mjög sammála um, í íbúð sem hún hafði leigt í einhver ár og átt afar góð samskipti við leigulsalann sem bjó á efri hæðinni. Þegar hún velur að fara og segja henni frá því að ég ætli að flytja inn og segja henni frá því hvers kyns sé, að við séum saman, þá skyndilega þá rifjast það upp fyrir leigusalanum að nú þurfi hún einmitt að fá íbúðina. Þrátt fyrir hálftímasamtal yfir sérríglasi við að borga leiguna eins og venjulega, þá rifjast það ekki upp fyrr en að hún heyrði það að við séum lesbíur og að við ætlum að búa saman að hún þurfi að nota íbúðina fyrir frænku sína. Þetta var fyrsta svona utanaðkomandi áfallið en á þeim tíma var vissulega deila mín við fyrrum eiginmann minn í gangi, en þetta var svona fyrsta vonda utanaðkomandi höggið. Við fórum náttúrulega bara út, ég var með íbúð annars staðar, þangað til að við fengum hentugt húsnæði fyrir okkur saman en þetta var vont, afar vont högg, og við fylgdumst með grannt næstu mánuðum á eftir og aldrei sáust gardínur fyrir þessum gluggum, íbúðin stóð auð mánuðum saman.

Margrét Pála Ólafsdóttir, 1997

 

Back To Top