skip to Main Content
MARGRÉT PÁLA
MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR

Margrét Pála Ólafsdóttir er fædd árið 1957. Hún er leikskólakennari að mennt og á að baki merkan feril á þeim vettvangi. Þekktust er hún fyrir þá hugmyndafræði sína sem liggur að baki Hjallastefnunni þar sem unnið er að jafnrétti kynjanna í kynjaskiptu skólastarfi. Þeim hugmyndum hefur hún lýst í bók sinni Æfingin skapar meistarann. Fyrir framlag sitt hlaut hún Jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs árið 1997 og hefur síðar hlotið fjöldi viðurkenninga fyrir frumkvöðlastarf sitt, m.a. riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu. Margrét Pála var ein af stofnendum félagsins Íslensk-lesbíska á níunda áratugnum og formaður Samtakanna ʼ78 á árunum 1994–1999 ef undan er skilið stutt hlé árið 1997. Margrét Pála býr í úthlíðum Kópavogs með konu sinni, Lilju Sigurðardóttur.

SÖGUBROT

MARGRÉT PÁLA

Back To Top