skip to Main Content

UPPGÖTVUN

Ég uppgötvaði á einni nóttu að ég væri lesbía. Ég hafði átt við þann möguleikann á að ég væri eitthvað öðruvísi en ég kynntist ekki hugtakinu lesbía fyrr en ég var orðin tvítug og komin hingað til Reykjavíkur og þá var ég búin að móta mér ímynd: Ég var óhamingjusöm, ung, straight kona í hjónabandi. Þannig að nóttina sem ég uppgötvaði að ég er lesbía, það gerist á einni nóttu einfaldlega af því að ég svaf hjá konu í það skiptið og skildi þá að það var svona aðdráttarafl sem konur höfðu of haft á mig áður hafði tengst nákvæmlega þessu. Þetta höfðu verið ástartilfinningar án þess að ég gæti skilgreint það. Á þessari einu nóttu þegar ég vaknaði upp þá skildi ég lífið, þá skildi ég tilfinningarnar og þá skildi ég í fyrsta skipi á ævinni að ég væri normal manneskja. Þetta var guðdómleg tilfinning en ég held ég hafi sjaldan verið hræddari, trúlega aldrei um dagana.

Margrét Pála Ólafsdóttir, 1997

 

Back To Top